Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar

Í gær (3-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar. Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3. Samkvæmt fréttum, þá fannst sá jarðskjálfti á nálægum ferðamannasvæðum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð í eldstöðinni Presthnúkar, þá í norðanveðri eldstöðinni. Punktar sýna minni jarðskjálfta þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða ekki margar jarðskjálftahrinur á þessu svæði. Á þessari stundu reikna ég ekki með frekari virkni í þessari eldstöð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist einnig vera lokið.