Þetta er stutt grein. Þar sem það eru ekki miklar nýjar upplýsingar um stöðu mála á þessu svæði.
- Það er hætta á því að gígurinn muni hrynja hvenær sem er án viðvörunnar. Jarðfræðingar sem fylgjast með svæðinu hafa tekið eftir því að gígurinn er farinn að stækka og er einnig fullur af hrauni. Það þýðir að gígurinn mun hrynja. Í hvaða átt þetta hrun mun verða er ekki vitað. Það er mitt álit að hrunið verði í austur, þar sem minnst mótstaða er fyrir slíku.
- Þegar gígurinn hrynur. Þá mun hraunið flæða um á meira en 100m/s hraða úr gígnum.
- Ferðamenn á svæðinu eru í stórhættu ef þeir eru nálægt gígnum vegna þessar hrunhættu á gígnum.
- Kvikunninnskot hefur verið mælt austan við Keili. Þar er jarðhiti farinn að koma fram og þýðir það að kvikan stendur grunnt. Þegar eldgos hefst þar, ef það byrjar. Þá mun gjósa með svipuðum hætti þar og við Litla-Hrút.
Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég hef núna og þetta er það eina sem hefur komið fram á síðustu 13 dögum í þessu eldgosi.
Fréttir af þessu
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms (Vísir.is)