Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
Eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum þann 18. Desember klukkan 22:17 er lokið eftir því sem ég fæ best séð. Þetta var mjög stórt eldgos, þó svo að það hafi varað í mjög skamman tíma. Hrunið sem kom upp þakti um 3,7 km2 (ferkílómetra). Meirihluti af eldgosinu átti sér stað í fyrstu 24 til 48 klukkustundum. Það eru komnir fram fyrstu merki um það að þensla sé hafin aftur í Svartsengi, ef að þenslan er á sama hraða og fyrir eldgosið 18. Desember, þá mun það aðeins taka um 8 til 10 daga að ná sömu stöðu og áður en eldgos hófst. Það er stór spurning hvort að það gerist núna, þar sem það er ennþá mikið magn af kviku í Svartsengi og sú kvika getur farið af stað til yfirborðs án þess að þensla eigi sér stað og komið af stað stærra eldgosi. Hvort að það gerist er eitthvað sem þarf að bíða og sjá hvað gerist.
Myndbönd af svæðinu þar sem gaus sýna mikla afgösun eiga sér stað á svæðinu þar sem gaus. Þetta er áhugavert og ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að eiga sér stað. Það er möguleiki á því að í kvikuganginum sé mikil kvika sem er að losa sig við gas en hefur ekki orkuna í að gjósa. Það er smá möguleiki á því að nýtt eldgos hefjist á sama stað. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og hófst í gær (20. Desember 2023) og hefur sama munstur og jarðskjálftavirknin rétt áður en það fór að gjósa í Sundhnúkagígum þann 18. Desember. Hvort að það sé að gerast núna verður að koma í ljós. Þetta er bíða og sjá staða núna.
Þetta er síðasta uppfærslan, nema ef eitthvað gerist á þessu svæði sem er líklegt miðað við þá virkni sem er að koma fram en spurningin er alltaf hvenær eitthvað gerist.