Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hefur verið staðfest að nýr gígur hefur opnast í barminum á stóra gígnum. Það fór að móta fyrir þessum gíg fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi gígur fylgir eftir virkninni í stóra gígnum og er því óvirkur þegar virknin fellur niður þar.
  • Þessi nýi gígur mun breyta hraunflæðinu þarna þannig að hraun mun núna flæða niður í Syðri-Meradali og niður í Geldingadali.
  • Þessa stundin er gígurinn að byggjast upp. Þar sem gígurinn er í gígbarminum á stærri gígnum þá er þetta allt saman mjög óstöðugt og mikil hætta á hruni þarna.
  • Það er mjög líklegt að fleiri nýir gígar munu halda áfram að myndast í kjölfarið á myndun þessa nýja gígs.
  • Það er spurning hvort að þessi gígur tákni að nýtt stig sé hafið í eldgosinu. Það er ekki ennþá orðið ljóst eða komið neitt svar við þessari spurningu.
  • Nýi gígurinn sést vel á öllum vefmyndavélum.

Þoka hefur komið í veg fyrir að það sjást vel í báða gígana. Ég reikna með að þetta verði staðan í dag og á morgun (17-Ágúst-2021) og jafnvel næstu daga. Þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu.

3 Replies to “Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Ágúst-2021”

  1. Þetta hefur allt komið fram í öðrum gagnlegri og betri miðlum en þessum hér.
    Það er í raun óþarfi að eyða tímanum í að lesa þetta bull hér á þessari síðu.
    Höfundur síðunnar er hvorki vísindamaður né blaðamaður. Bara mikill áhugamaður um jarðhristingar og eldgos og segist eiga jarðskjálftamæla. Þeir mælar eru í mesta lagi gamlar dósir sem hristast varla þú að kúkað sé nálægt þeim.
    Bless.

    1. Þú þarft ekki að lesa þessa vefsíðu. Ég er einnig með alvöru jarðskjálftamæli (búnaðurinn er samt orðinn gamall og þreyttur). Það koma ekki þessar upplýsingar fram í öðrum fjölmiðlum á Íslandi.

      Ég legg til að þú finnir þér annað áhugamál í Noregi.

  2. Í upphafi þegar þessi gígur myndaðist voru tvö gosop þarna á sprungunni . Það gos op sem hefur verið virkt undan farið var stærra og lokaði yfir þann minni. Hefur sennilega verið virkur áfram og fundið sér leið undir barmana og runnið eftir hraunrás sem hefur hugsanlega hrunið saman og þá brotið sér leið upp. 😉

Lokað er fyrir athugasemdir.