Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.
Í gær (15-September-2021) um klukkan 11:10 opnaðist hraunhellir í hrauninu í Geldingadalir og það kom af stað hraunflóði sem fór niður í Nátthaga. Hraunið fór Geldingadal á minna en 20 mínútum. Hraunið stoppaði á varnargarði sem kom í veg fyrir að það færi niður í Nátthagakrika. Ef að hraunið kemst niður í Nátthagakrika þá verður gönguleiðum A og B lokað varanlega eða þá að það verður að endurteikna þá gönguleið alveg frá grunni. Hraun niður í Nátthagakrika þýðir einnig að stutt er fyrir hraunið að fara í átt að Grindavík og yfir nálæga vegi sem eru þar.
Hraunflæðið í gær fór niður í Nátthaga en fór ekki langt miðað við eldra hraun sem er þarna til staðar nú þegar. Þetta snögga hraunflæði kom fólki í stórhættu og sýnir að hraunið er fullt af hraunhellum sem eru stórhættulegir og geta opnast hvenær sem er án viðvörunnar. Hraunflæðið sem hófst í gær er ennþá í gangi eftir minni bestu þekkingu. Útsýni hefur hinsvegar verið takmarkað vegna þoku á svæðinu núna í kvöld.
Einn eða tveir fávitar sáust ganga nærri og á gígnum í Fagradalsfjalli í gær og ég held að þetta sé sama fólkið og Landhelgisgæslan þurfti að bjarga af Gónhóli í gær eftir að það varð lokað inni á Gónhól vegna þess að nýji hraunstraumurinn hafði lokað leiðinni sem fólkið hafði farið þangað yfir nokkru áður.
Gígurinn er núna rúmlega 334 metra hár yfir sjávarmáli. Eins og er þá er gígurinn ekki að vaxa að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.
Myndir af þessu hraunflæði er hægt að finna á samfélagsmiðlum. Ég get ekki notað þessar myndir vegna höfundarréttarmála. Það er einnig eitthvað af myndböndum af þessu á YouTube.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.
Eldgosið heldur áfram þessum undarlegu skiptingu milli þess að gjósa ekki í nokkra klukkutíma og síðan að gjósa í nokkra klukkutíma.
Afleiðingin af þessu ferli í eldgosinu er sú að hraunið rennur aldrei langt frá stærsta gígnum og hleðst eingöngu upp í nágrenni við hann. Það hækkar gíginn og er hann núna kominn í rúmlega 200 metra hæð (+- 50 metra) samkvæmt minni ágiskun.
Eldgosið hefur núna varað í fimm mánuði. Eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 sem kom úr Bárðarbungu varði í sex mánuði.
Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa ekki nýir gígar opnast svo að það sjáist en það útilokar ekki að nýir gígar hafi opnast undir hrauninu. Þar sem þarna eru mjög stórir hraunhellar sem gefur möguleikann á því að nýir gígar opnist þar undir án þess að nokkur verði þeirra var.
Það eru engar frekari uppfærslur um þetta eldgos þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án fyrirvara en mér þykir það samt ólíklegt eins og er.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Það hefur verið staðfest að nýr gígur hefur opnast í barminum á stóra gígnum. Það fór að móta fyrir þessum gíg fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi gígur fylgir eftir virkninni í stóra gígnum og er því óvirkur þegar virknin fellur niður þar.
Þessi nýi gígur mun breyta hraunflæðinu þarna þannig að hraun mun núna flæða niður í Syðri-Meradali og niður í Geldingadali.
Þessa stundin er gígurinn að byggjast upp. Þar sem gígurinn er í gígbarminum á stærri gígnum þá er þetta allt saman mjög óstöðugt og mikil hætta á hruni þarna.
Það er mjög líklegt að fleiri nýir gígar munu halda áfram að myndast í kjölfarið á myndun þessa nýja gígs.
Það er spurning hvort að þessi gígur tákni að nýtt stig sé hafið í eldgosinu. Það er ekki ennþá orðið ljóst eða komið neitt svar við þessari spurningu.
Nýi gígurinn sést vel á öllum vefmyndavélum.
Þoka hefur komið í veg fyrir að það sjást vel í báða gígana. Ég reikna með að þetta verði staðan í dag og á morgun (17-Ágúst-2021) og jafnvel næstu daga. Þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu.
Þetta er möglega röng tilkynning. Það kom í gærkvöldi (7-Ágúst-2021) tilkynning um að sést hefði í öskuský eða gufubólstra útaf ströndinni við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja.
Öskuský eða gufuský myndi benda til þess að eldgos væri hafið úti af ströndinni eða úti í sjó. Eldgos úti í sjó býr til miklu meiri óróa sem kemur miklu betur fram á SIL stöðvum sem eru næst slíkum atburði og samkvæmt fréttum af þessu þá hefur ekkert sést á nálægum SIL stöðvum ennþá varðandi óróann. Það hafa ekki verið neinir jarðskjálftar á því svæði þar sem þessi atburður átti að hafa átt sér stað.
Landhelgisgæslan hefur verið send á svæðið til þess að athuga málið, þar sem þeir voru nálægt hvort sem er. Veðrið á þessu svæði er með ágætum þessa stundina og því ætti ekki að vera mikill öldugangur á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að vera viss, þar sem öldur á Atlantshafinu geta komið frá svæðum þúsundum kílómetra frá Íslandi þar sem veður eru slæm.
Ef eitthvað nýtt kemur fram í fréttum. Þá mun ég annaðhvort uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein um stöðu mála.
Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu þann 7-Ágúst-2021 .
Síðustu vikur þá hefur ekki mikið verið hægt að skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þar sem lítið hefur breyst milli daga. Það breyttist í kvöld. Þar sem það virðist sem að eldgosið sé komið í nýjan fasa. Eldgosið er núna stöðugt, frekar en að gjósa í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma eins og hefur verið að gerast síðustu vikur. Ég veit ekki hvort að það á eftir að breytast en þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
Mest af hrauninu er að renna niður í Meradali þegar þessi grein er skrifuð. Eitthvað af hraun rennslinu á sér stað neðanjarðar og fer undir hraunið sem er í syðri-Meradölum sem eru fyrir ofan Nátthaga. Það sést á því að gas útstreymi hefur aukist mikið á þessu svæði og bendir það til þess að nýtt hraun sé farið að renna þarna undir. Hraunrennsli á yfirborði getur breyst án fyrirvara hvenær sem er.
Ferðamenn halda áfram að koma sér í mikla hættu með því að ganga út á hraunið. Ef það verður slys úti á hrauninu þá er ekki hægt að bjarga viðkomandi einstaklingi, þar sem það verður of seint hvort sem er.
Uppfærsla 7-Ágúst-2021 klukkan 13:52
Í dag (7-Ágúst-2021) klukkan 08:00 þá einfaldlega hætti eldgosið að gjósa eftir að hafa verið virkt í rúmlega tvo og hálfan dag. Afhverju þetta gerist er ennþá mjög óljóst. Eldgosið hætti mjög snögglega og féll óróinn mjög hratt í morgun. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 13:53 er eldgosið ennþá óvirkt.
Í dag (21-Júlí-2021) komu fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Þessi jarðskjálftavirkni er ekki stór og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw0,8. Mesta dýpi sem mældist var 13,4km.
Það er erfitt að segja til um hvað þetta þýðir. Það er möguleiki að meiri kvika sé að reyna að koma upp af miklu dýpi heldur en núverandi eldgosasvæði leyfir. Ef það er það sem er að gerast þá er möguleiki á því að nýir gígar opnist og eldgos hefjist á nýjum stöðum. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist jarðskjálftavirknin vera ennþá í gangi en það verða ekki margir jarðskjálftar núna og stærðir þeirra jarðskjálfta sem verða eru mjög litlar.
Þoka kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvað er að gerast á Fagradalsfjalli og í eldgosinu. Það er enginn órói að sjást á mælum Veðurstofu Íslands og það segir að ekkert eldgos er í gangi þessa stundina.
Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju) ákvað að koma öllum á óvart og halda áfram. Virknin fór að aukast aftur um klukkan 16:00 og í kringum þann tíma sást aftur í hraun í gígnum eftir að gígurinn tæmdist í nótt eins og ég nefndi í fyrri grein um þessa atburðarrás.
Ég hef verið að fylgjast með eldgosum í mjög langan tíma og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta gerast í eldgosi. Venjulega þegar gígar hrynja saman eins og gerðist í nótt þá boðar það yfirleitt endalok eldgossins í þeim gíg. Í þessu tilfelli þá hreinsaði hraunið grjótið úr gígnum eftir nokkra klukkutíma (grjótið fer bara niður með hrauninu). Eldgosið hófst eftir því sem þrýstingurinn jókst á kvikukerfinu sem er þarna á ferðinni. Óróinn fór að aukast aftur um klukkan 16:00. Ég veit ekki hvort að óróinn hefur náð hámarksgildum ennþá. Það er möguleiki en það er ekki hægt að vera viss.
Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst í þessu eldgosi. Þar sem þetta eldgos er að brjóta mikið af þessum hefðbundu reglum sem venjulega eiga við eldgos.
Þessa stundina er mikið af hrauni sem flæðir niður í Nátthaga og hugsanlega í Geldingadal sem er nú þegar fullur af hrauni og mun flæða yfir lægstu punktana á næstunni.
Þegar þessi grein er skrifuð þá er hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (athugið að Veðurstofan hefur ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið). Þessi eldvirkni er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Um klukkan 03:43 kom upp öskuskýr úr gígnum í Fagradalsfjalli. Það var óljóst í nótt hvað var í gangi og það koma ekki í ljóst fyrr en í morgun gígurinn var að falla saman og lokast.
Órói minnkaði einnig á sama tíma og það er ekkert hraunflæði frá gígnum.
Það er óljóst hvað gerist næst í þessu. Það er ólíklegt að eldgos muni hefjast aftur í gígnum sem hætti að gjósa í nótt. Venjulega þá gýs aldrei aftur í svona gígum þegar þeir eru hættir að gjósa. Kvikan þarf því að finna sér nýja leið þegar þrýstingur er orðinn nægur djúpt í jarðskorpunni til þess að hefja nýtt eldgos. Þegar þrýstingur er orðinn nægur þá er mjög líklegt að jarðskjálftahrina muni hefjast þar sem kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið á Reykjanesskaga. Hversu lengi þetta mun taka er ekki hægt að segja til um.
Þangað til að eldgos eða jarðskjálftar hefjast á Fagradalsfjalli eða nágrenni þá er þetta síðasta greinin hjá mér um eldgosið í Fagradalsfjalli.
Þetta er lítil uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Frá 22-Júní til 29-Júní fóru að koma fram breytingar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Í staðinn fyrir að það væri stöðugur straumur af hrauni úr gígnum þá fór að bera á því að hraunstreymið væri stopult og óróinn sem fylgir eldgosinu fór einnig að breytast. Það stig endaði þann 29-Júní um klukkan 19:30 þegar virknin fór að aukast aftur. Það virðist sem að magn hrauns sem kemur upp núna hafi meira en tvöfaldast, miðað við það sem er að sjá á vefmyndavélum (þegar svæðið er ekki falið í þoku).
Það er hugsanlegt að nýr gígur hafi opnast rétt sunnan við stóra gíginn í hrauninu þar. Þetta er rétt við stóra gíginn sem gerir staðfestingu mjög erfiða. Það hefur sést í hraun koma þar upp í slettum. Það er einnig möguleiki að þessi gígur sé nú þegar hættur að gjósa eftir nýjustu breytingar. Ég hreinlega veit ekki stöðuna eins og er.
Það hefur aðeins sést í hraunstrókavirkni í dag og þá sérstaklega síðustu klukkutíma eftir því sem virknin eykst á ný í eldgosinu. Þegar virknin er sem mest þá flæðir hraun núna út um allar hliðar gígsins en það gerðist ekki áður í eldgosinu. Það er eins og virknin detti alveg niður milli þess sem hraunflóð eiga sér stað úr gígnum. Ég veit ekki hvort að þetta er varanleg breyting eða bara tímabundin breyting á eldgosinu. Það gæti tekið margar vikur áður en hraunflæðið verður stöðugt úr gígnum á ný.
Það hefur komið fram í fréttum að meirihlutinn af hraunflæðinu á sér stað neðanjarðar og flæðir hraunið beint út í hraunbreiðuna þar sem það safnast saman í hrauntjarnir áður en það flæðir niður í Meradali, Geldingadali (fullur af hrauni) og síðan Nátthaga.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.