Eldgosið í Fagradalsfjalli neitar að hætta (2-Júlí-2021)

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju) ákvað að koma öllum á óvart og halda áfram. Virknin fór að aukast aftur um klukkan 16:00 og í kringum þann tíma sást aftur í hraun í gígnum eftir að gígurinn tæmdist í nótt eins og ég nefndi í fyrri grein um þessa atburðarrás.

Ég hef verið að fylgjast með eldgosum í mjög langan tíma og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta gerast í eldgosi. Venjulega þegar gígar hrynja saman eins og gerðist í nótt þá boðar það yfirleitt endalok eldgossins í þeim gíg. Í þessu tilfelli þá hreinsaði hraunið grjótið úr gígnum eftir nokkra klukkutíma (grjótið fer bara niður með hrauninu). Eldgosið hófst eftir því sem þrýstingurinn jókst á kvikukerfinu sem er þarna á ferðinni. Óróinn fór að aukast aftur um klukkan 16:00. Ég veit ekki hvort að óróinn hefur náð hámarksgildum ennþá. Það er möguleiki en það er ekki hægt að vera viss.

Eldgosið í gígnum í Fagradalsfjalli með rauðu hrauni sem flæðir úr gígnum. Það sést einnig í dróna sem fór inn í ramma vefmyndavélarinnar.
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst í þessu eldgosi. Þar sem þetta eldgos er að brjóta mikið af þessum hefðbundu reglum sem venjulega eiga við eldgos.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall. Óróalínan er næstum því lóðrétt frá um klukkan 16:00.
Óróinn í Fagradalsfjalli í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mikið af hrauni sem flæðir niður í Nátthaga og hugsanlega í Geldingadal sem er nú þegar fullur af hrauni og mun flæða yfir lægstu punktana á næstunni.