Tveir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (29-September 2024) klukkan 17:40 og 17:43 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,3 í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Jarðskjálftarnir fundust á höfuðborgarsvæðinu og annari nálægri byggð.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Einnig eru appelsínugulir og bláir punktar sem sýna minni jarðskjálfta frá síðustu dögum. Einnig er punktar annarstaðar á Reykjanesskaga sem sýnir jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast síðustu vikur í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Ástæða þessar auknu jarðskjálftavirkni er óljós þessa stundina.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna suður af Kleifarvatni ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (6. Maí 2024) klukkan 17:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 og varð í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn auk annara punkta sem sýna minni jarðskjálfta í Krýsuvík og öðrum eldstöðvum á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Krýsuvík og stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er þessi jarðskjálftavirkni ennþá í gangi en er mjög ójöfn og það koma jarðskjálftar en ekkert á milli þess. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé að aukast, þar sem þetta gæti tengst spennubreytingum vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík (þann 13. Apríl 2024)

Ég komst ekki að skrifa greinina um Krýsuvík í gær (13. Apríl 2024) þar sem ég var upptekin í öðru.

Í gær (13. Apríl 2024) klukkan 10:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Krýsuvík rétt sunnan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálftahrina virðist hafa orðið á sprungu sem er að mestu leiti þekkt fyrir að búa til jarðskjálfta sem verða í tengslum við spennubreytingar á flekaskilum. Þetta misgengi er ekki tengt eldgosavirkni á þessu svæði, þar sem þær sprungur eru meira suðvestur-norðaustur stefnu en þessi sprunga er í stefnuna norður-suður. Það flækir hinsvegar málin að kvika á miklu dýpi getur komið af stað hreyfingum á þessum sprungum óháð gerð þeirra. Mig grunar að það sé tilfellið hérna.

Græn stjarna og síðan fullt af litlum punktum sem eru bláir eða gulir og sýna minni jarðskjálfta sem þarna verða.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Krýsuvík er ekki tilbúin til þess að hefja eldgos eins og er, miðað við það sem ég er að sjá núna. Það eru hinsvegar merki um það að eldstöðin sé farin að gera sig tilbúna í eldgos. Hversu löng bið verður þangað til að eldgos byrja í eldstöðinni Krýsuvík er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík eldstöðinni

Í dag (26. Febrúar 2024) klukkan 18:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálfti fannst á nokkuð stóru svæði en ég er ekki viss um á hversu stóru svæði þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Krýsuvík varð. Þetta er suður af Kleifarvatni.
Jarðskjálftavirknin í Krýsuvíkur eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni sem er að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem sú þensla breytir spennustiginu í jarðskorpunni á stóru svæði. Það er hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðinni

Í dag (3. Janúar 2024) klukkan 10:50 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Seinni jarðskjálftinn varð klukkan 10:54 og var með stærðina Mw3,5. Báðir jarðskjálftar fundust í Reykjavík og upp á Akranes að einhverju leiti. Einnig fundust þessir jarðskjálftar á suðurlandi (Hveragerði, Selfoss) og á því svæði. Lítil jarðskjálftahrina varð á þessu svæði í kjölfarið á þessu svæði í kjölfarið á stærstu jarðskjálftum.

Grænar stjörnur vestan við Kleifarvatn. Þarna sjást einnig rauðir punktar sem sýnir minni jarðskjálfta.
Grænar stjörnur í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist að einhverju leiti vera ennþá í gangi en það hefur dregið mjög mikið úr þessari jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma eða stöðvast alveg.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með beinum styrkjum. Þá með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Fyrirtæki geta einnig keypt auglýsingapláss hérna ef þau vilja. Það þarf bara að hafa samband við mig.

Jarðskjálftahrina vestur af Kleifarvatni

Í nótt (25. Nóvember 2023) varð jarðskjálftahrina vestur af Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 03:42 með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálftahrina er vegna spennubreytinga útaf þenslunni og kvikuganginum við Grindavík og það svæði. Það munu verða fleiri svona jarðskjálftar á öllu Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg á næstu mánuðum.

Græn stjarna vestur af Kleifarvatni, ásamt rauðum og gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði. Það er dreifð jarðskjálftavirkni um allan Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í Reykjavík.

Staðan í Grindavík þann 19. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein og staða mála gæti breyst án fyrirvara og án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð klukkan 23:04 þann 19. Nóvember 2023.

Jarðskjálftinn í Krýsuvík

Í nótt klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þetta var hefðbundinn brotaskjálfti og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Þessi jarðskjálfti verður vegna hreyfinga við Grindavík og allrar færslunnar sem hefur orðið þar síðustu daga.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn og rauðir punktar sína kvikuganginn eins og hann er við Grindavík.
Jarðskjálftavirknin við Keifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag

Hérna eru einnig upplýsingar um stöðuna eins og hún var þann 18. Nóvember 2023. Ég var að reyna að taka mér smá frí frá þessu.

  • Það hafa orðið litlar breytingar síðustu daga. Hlutar af Grindavík halda áfram að síga eða rísa eftir því hvar farið er um í bænum. Mesta færsla sem hefur mælst var um 25 sm á einum degi síðar þegar ég sá mælingar þaðan. Ég veit ekki hvort að þessi tala er rétt í dag.
  • Þensla í Svartsengi er um 130mm síðan Föstudaginn 10. Nóvember 2023 samkvæmt GPS mælingum.
  • Innflæði kviku inn í Svartsengi er metið í kringum 50m3/sek samkvæmt fréttum  þegar þessi grein er skrifuð. Innflæði kviku inn í kvikuinnskotið var í kringum 75m3/sek fyrir nokkrum dögum síðan.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í 15 km löngu kvikuinnskotinu eða frá 800 til 2000 jarðskjálftum á dag.
Kort af Reykjanesskaga sem sýnir þensluna í Svartsengi. Rauða svæðið þýðir mesta þensluna og í Svartsengi er það um 30mm á einum degi. Þarna er einnig grænir punktar sem sýnir um 10mm þenslu á svæðinu í kring.
Þenslan í Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Það tekur tekið allt að þrjár til fjórar vikur áður en það fer að gjósa þarna. Það er einnig möguleiki á því að það verði eftir styttri tíma en það er engin leið að segja til um það. Þar sem það er ekkert hægt að segja til um slíkt þegar það kemur að eldstöðvum og kvikugöngum.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get.

Tveir jarðskjálftar í tengslum við virkni í Fagradalsfjalli

Í dag (5. Október 2023) urðu tveir jarðskjálftar sem tengjast virkninni í Fagradalsfjalli. Fyrri jarðskjálftinn varð í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu og var með stærðina Mw3,3. Þetta var brotajarðskjálfti sem kom fram vegna þenslunar í Fagradalsfjalli. Seinni jarðskjálftinn varð norður af Grindavík og var með stærðina Mw3.2. Sá jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu sem tengist kvikuinnskoti á því svæði. Þetta svæði norður af Grindavík hefur verið að sjá mjög mikið af jarðskjálftavirkni á síðustu mánuðum. Það er allt saman tengt kvikuinnskoti á þessu svæði.

Tvær grænar stjörnur í tenglsum við þenslu í Fagradalsfjalli. Ein er vestan við Fagradalsfjall og hin er austan við Fagradalsfjall í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Jarðskjálftavirknin í tengslum við virkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukna jarðskjálftavirkni síðustu vikur bendir sterklega til þess að það muni gjósa aftur á þessu svæði fljótlega. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um og þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftavirknin of lítil til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Það gæti þó breyst án viðvörunnar eins og var raunin með síðustu eldgos. Það er einnig möguleiki að eitthvað hafi breyst eftir síðasta eldgos, en svar við þeirri spurningu mun ekki koma fram fyrr en þegar næsta eldgos hefst. Það eina sem er hægt að gera núna er að bíða eftir því sem vill gerast.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í nótt, þann 9. September 2023 hófst jarðskjálftahrina með jarðskjálfta með stærðina Mw3,8 klukkan 03:24. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjavíkursvæðinu samkvæmt fréttum.

Græn stjarna við Kleifarvatn ásamt rauðum punktum á sama svæði. Það eru einnig rauðir punktar hér og þar á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftavirkni á öðrum svæðum.
Græn stjarna á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Þar sem það er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu vegna þenslu í Fagradalsfjalli.