Jarðskjálftahrina í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðinni

Í dag (3. Janúar 2024) klukkan 10:50 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Seinni jarðskjálftinn varð klukkan 10:54 og var með stærðina Mw3,5. Báðir jarðskjálftar fundust í Reykjavík og upp á Akranes að einhverju leiti. Einnig fundust þessir jarðskjálftar á suðurlandi (Hveragerði, Selfoss) og á því svæði. Lítil jarðskjálftahrina varð á þessu svæði í kjölfarið á þessu svæði í kjölfarið á stærstu jarðskjálftum.

Grænar stjörnur vestan við Kleifarvatn. Þarna sjást einnig rauðir punktar sem sýnir minni jarðskjálfta.
Grænar stjörnur í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist að einhverju leiti vera ennþá í gangi en það hefur dregið mjög mikið úr þessari jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma eða stöðvast alveg.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með beinum styrkjum. Þá með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Fyrirtæki geta einnig keypt auglýsingapláss hérna ef þau vilja. Það þarf bara að hafa samband við mig.