Í gær (18. Janúar 2025) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 nærri Keili í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti kom einnig af stað lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði.
Þessi jarðskjálftavirkni tengist ekki kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þar sem þetta virðast vera spennulosunar jarðskjálftar vegna þenslunnar í eldstöðinni Svartsengi. Það er hætta á fleiri jarðskjálftum á þessu sama svæði næstu daga eða þangað til að nýtt eldgos hefst í eldstöðinni Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni.