Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (6. Maí 2024) klukkan 17:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 og varð í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn auk annara punkta sem sýna minni jarðskjálfta í Krýsuvík og öðrum eldstöðvum á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Krýsuvík og stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er þessi jarðskjálftavirkni ennþá í gangi en er mjög ójöfn og það koma jarðskjálftar en ekkert á milli þess. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé að aukast, þar sem þetta gæti tengst spennubreytingum vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi.