Jarðskjálftahrina vestur af Kleifarvatni

Í nótt (25. Nóvember 2023) varð jarðskjálftahrina vestur af Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 03:42 með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálftahrina er vegna spennubreytinga útaf þenslunni og kvikuganginum við Grindavík og það svæði. Það munu verða fleiri svona jarðskjálftar á öllu Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg á næstu mánuðum.

Græn stjarna vestur af Kleifarvatni, ásamt rauðum og gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði. Það er dreifð jarðskjálftavirkni um allan Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í Reykjavík.