Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna suður af Kleifarvatni ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.