Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.
Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.