Jarðskjálftahrina í Krýsuvík eldstöðinni

Í dag (26. Febrúar 2024) klukkan 18:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálfti fannst á nokkuð stóru svæði en ég er ekki viss um á hversu stóru svæði þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Krýsuvík varð. Þetta er suður af Kleifarvatni.
Jarðskjálftavirknin í Krýsuvíkur eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni sem er að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem sú þensla breytir spennustiginu í jarðskorpunni á stóru svæði. Það er hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði.