Aukin hætta á eldgosi frá og með gærdeginum (22. Febrúar) og þangað til eldgos verður

Ég hef lítið verið að skrifa vegna þess að ég þurfti að taka mér smá frí frá skrifum. Þar sem þessi tíðu eldgos eru að valda talsvert miklu álagi hjá mér.

Samkvæmt Veðurstofunni, þá er hætta á nýju eldgosi við Sundhnúkagíga og nágrenni í næstu viku og þetta er í samræmi við það sem ég hef verið að sjá á GPS gögnum síðasta sólarhring. Eldgos getur þó orðið fyrr eða síðar en það sem er talið núna, en það er ekki nein leið til þess að vera viss hvað gerist næst í þessari virkni. Þenslan er kominn í sömu stöðu fyrir eldgosið þann 8. Febrúar. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi. Það er hætta á því að næsta eldgos verði nærri Grindavík og ekki í Sundhnúkagígum eins og eldgosið sem varð þann 8. Febrúar 2024.

Eins og þetta er núna. Þá eru líkur á því að það verði eldgos í Sundhnúagígnum eða nágrenni þeirra á þrjátíudaga fresti þangað til að eitthvað breytist í Svartsengi. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um. Það er hætta á því að eldgos á þrjátíu daga fresti muni vara í mjög langan tíma, jafnvel mörg ár.