Staðan í eldgosinu við Sundhnúksgíga klukkan 23:29 þann 8. Febrúar 2024

Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.

  • Fjögurra tíma GPS gögn virðast sýna það að þensla er nú þegar hafin í eldstöðinni Svartsengi. Það virðist sem að þessi þensla hafi byrjað um leið og það fór að draga úr eldgosinu um klukkan 13:00 í dag.
  • Eldgosið skemmdi heitavatnslögn frá Svartsengi. Það olli því að um 26.000 manns misstu heita vatnið. Það voru einnig einhverjar skemmdir á innviðum rafmagns á svæðinu en það voru minniháttar skemmdir og rafmagn er aftur komið á þessar rafmagnslínur. Staðan með kalda vatnið er óljós en þar er einnig hætta á skemmdum.
  • Þetta eldgos var stærra miðað við eldgosin 18. Desember 2023 og síðan eldgosið þann 14. Janúar 2024.
  • Það myndaðist lítið öskuský í dag og samkvæmt sérfræðingum sem komu fram í fréttum eða fjölmiðlum í dag. Þá dró svo snögglega úr eldgosinu að hrun varð úr börmum gossprungunnar og það kveikt í jarðvegi. Síðan fór grunnvatn af stað í gossprunguna sem myndaði mikið gufuský, ásamt öskuskýinu sem hafði myndast skömmu áður. Ég veit ekki hvort að gufuskýið sé hætt, þar sem það er myrkur og ég sé það ekki vegna þess. Þó er það líklegt að þetta sé hætt.
  • Eldgosið er í tveimur gígnum þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er búist við því, miðað við það hvernig hefur verið að draga úr eldgosinu að þessu eldgosi ljúki á morgun, 9. Febrúar en ekki seinna en 10. Febrúar.
  • Næsta eldgos í Svartsengi verður milli 6. Mars til 18. Mars ef núverandi munstur helst í eldstöðinni Svartsengi. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara.

Um miðnætti þann 9. Nóvember 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes nærri fjallinu Þorbjörn. Þetta er sama svæði og þar sem hefur verið kvikuinnskot í gangi síðan 25. Október 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,0 og það hefur verið mikið um minni jarðskjálfta á svæðinu.

Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum í eldstöðinni Reykjanes.
Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er upphafið af eldgosi á þessu svæði eða bara áhrif af þeirri þenslu sem kemur til vegna innstreymis kviku á þetta svæði. Kvikan er ennþá á 5 km dýpi og það mun því taka nokkra klukkutíma fyrir kvikuna að stíga upp í gegnum jarðskorpuna sé kvikan farin af stað. Það þýðir að ekkert mun gerast á yfirborðinu fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða kannski ekki fyrr en þann 10. Nóvember 2023. Það veltur allt á því hversu hratt kvikan stígur upp í gegnum jarðskorpuna, ef kvikan er farinn af stað sem er alls ekki víst að svo sé.

Ég mun setja upp uppfærslu á stöðu mála á morgun ef eitthvað meira gerist.

Eldgosið í Meradölum endar á næstu dögum

Í dag (19-Ágúst-2022), þá hefur ekki sést neitt hraunflæði koma frá gígnum í Meradölum í Fagradalsfjalli samkvæmt sérfræðingum hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands sem eru að fylgjast með eldgosinu og þetta hefur einnig sést á vefmyndavélum sem fylgjast með eldgosinu. Hraunslettur hafa sést koma upp úr gígnum, þannig að eldgosinu er ekki lokið ennþá. Gosórinn hefur einnig verið að minnka síðan í gær (18-Ágúst-2022) og hefur haldið áfram að lækka í dag.

Hvenær eldgosinu líkur er erfitt að segja en það verður líklega á næstu dögum.

Styrkir

Þar sem ég er rosalega blankur núna í Ágúst. Þá getur fólk styrkt mína vinnu með því að millifæra inná mig með þessum hérna bankaupplýsingum. Allir styrkir hjálpa mér. Takk fyrir. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021. Fagradalsfjall er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja eins og er (það gæti breyst í framtíðinni).

  • Frá því klukkan 23:00 þann 5-Júlí-2021 hefur verið mjög lítil virkni í gígnum og ekki hefur sést til neins hrauns yfirgefa gíginn þegar sést í gíginn vegna þoku sem er á svæðinu núna. Þetta er lengsta hlé á eldgosinu síðan það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Lítið magn af hrauni hefur sést í gígnum. Það er talið að það hraun sé að flæða úr gígnum í hraungöngum eða hraun hellum sem liggja frá gígnum. Þetta er þó óstaðfest þegar þessi grein er skrifuð.
  • Eldgosinu er ekki lokið. Það er ennþá í gangi eins og stendur.

Eftirfarandi hluti er ágiskun af minni hálfu

Lítil virkni í eldgosinu bendir til þess að það djúp kerfi sem færir eldgosinu kviku sé orðið tómt eða að verða tómt. Það kerfi kvikuhólfa sem er þarna undir þarf tíma til þess að fyllast á ný. Skortur á virkni er mjög algeng fyrir svona eldgos af þessari gerð þar sem eldgosið fer í gegnum hringrás af mikilli og lítilli virkni þess á milli. Þetta gæti valdið því að eldgosið opni nýja sprungu á næstu vikum ásamt því að eldgosið haldi áfram í núverandi gíg. Það er einnig jafn möguleiki á því að eldgosið haldi bara áfram í núverandi gíg þegar það heldur áfram af fullum krafti á ný.

Endir ágiskana hjá mér

Vegna þoku þá hefur verið erfitt að fylgjast með eldgosinu. Ég vonast til þess að það fari að breytast en það fer eftir veðurlagi hvort að það gerist á næstu dögum og vikum.

Eldgosið í Fagradalsfjalli neitar að hætta (2-Júlí-2021)

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju) ákvað að koma öllum á óvart og halda áfram. Virknin fór að aukast aftur um klukkan 16:00 og í kringum þann tíma sást aftur í hraun í gígnum eftir að gígurinn tæmdist í nótt eins og ég nefndi í fyrri grein um þessa atburðarrás.

Ég hef verið að fylgjast með eldgosum í mjög langan tíma og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta gerast í eldgosi. Venjulega þegar gígar hrynja saman eins og gerðist í nótt þá boðar það yfirleitt endalok eldgossins í þeim gíg. Í þessu tilfelli þá hreinsaði hraunið grjótið úr gígnum eftir nokkra klukkutíma (grjótið fer bara niður með hrauninu). Eldgosið hófst eftir því sem þrýstingurinn jókst á kvikukerfinu sem er þarna á ferðinni. Óróinn fór að aukast aftur um klukkan 16:00. Ég veit ekki hvort að óróinn hefur náð hámarksgildum ennþá. Það er möguleiki en það er ekki hægt að vera viss.

Eldgosið í gígnum í Fagradalsfjalli með rauðu hrauni sem flæðir úr gígnum. Það sést einnig í dróna sem fór inn í ramma vefmyndavélarinnar.
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst í þessu eldgosi. Þar sem þetta eldgos er að brjóta mikið af þessum hefðbundu reglum sem venjulega eiga við eldgos.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall. Óróalínan er næstum því lóðrétt frá um klukkan 16:00.
Óróinn í Fagradalsfjalli í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mikið af hrauni sem flæðir niður í Nátthaga og hugsanlega í Geldingadal sem er nú þegar fullur af hrauni og mun flæða yfir lægstu punktana á næstunni.

Hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (2-Júlí-2021)

Þegar þessi grein er skrifuð þá er hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (athugið að Veðurstofan hefur ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið). Þessi eldvirkni er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Um klukkan 03:43 kom upp öskuskýr úr gígnum í Fagradalsfjalli. Það var óljóst í nótt hvað var í gangi og það koma ekki í ljóst fyrr en í morgun gígurinn var að falla saman og lokast.

Öskuský frá gígnum í Fagradalsfjalli um klukkan 03:43 í nótt. Það nær upp fyrir ramma myndavélarinnar og er mjög dökkt.
Öskuskýið frá gígnum í nótt. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Órói minnkaði einnig á sama tíma og það er ekkert hraunflæði frá gígnum.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall sem er næst eldgosinu. Það sést í toppa á grafinu síðustu klukkutíma.
Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað gerist næst í þessu. Það er ólíklegt að eldgos muni hefjast aftur í gígnum sem hætti að gjósa í nótt. Venjulega þá gýs aldrei aftur í svona gígum þegar þeir eru hættir að gjósa. Kvikan þarf því að finna sér nýja leið þegar þrýstingur er orðinn nægur djúpt í jarðskorpunni til þess að hefja nýtt eldgos. Þegar þrýstingur er orðinn nægur þá er mjög líklegt að jarðskjálftahrina muni hefjast þar sem kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið á Reykjanesskaga. Hversu lengi þetta mun taka er ekki hægt að segja til um.

Þangað til að eldgos eða jarðskjálftar hefjast á Fagradalsfjalli eða nágrenni þá er þetta síðasta greinin hjá mér um eldgosið í Fagradalsfjalli.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Júní-2021

Þetta verður ekki löng uppfærsla þar sem það hafa ekki orðið miklar breytingar á eldgosinu síðustu vikuna. Hérna er yfirlit yfir helstu breytingar sem hafa orðið. Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

  • Gígurinn er hægt og rólega að lokast og kvikustrókavirkni er hætt eða orðin mjög lítil þegar þessi grein er skrifuð.
  • Gígurinn er núna í kringum 100 metra hár. Dýpi hraunsins er frá 10 metrum upp í 70 metra en þykktin veltur á staðsetningu hraunsins. Það er til kort af þessu en af höfundarréttarástæðum þá get ég ekki sýnt kortið hérna.
  • Flæði hraunsins er núna stöðugt og á sér ekki eingöngu stað þegar yfirflæði verður í gígnum.
  • Það er hugsanlegt að hrauntjörn sé að myndast í gígnum, staðan á slíku er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það á sér stað yfirflæði í gígnum en megin flæði hrauns á sér stað neðanjarðar í hraunrásum sem teygja sig út í hraunið og mynda hrauntjarnir sem bresta reglulega og stækka þannig jaðar hraunsins reglulega og handahófskennt.
  • Í dag (11-Júní-2021) fór fólk sem verður að teljast hálfvitar útá hraunið til þess að komast á útsýnishólinn (Gónhól) og síðan fór ein manneskja að ganga í brekkum gígsins og varð næstum því undir hrauni þegar hraunflóð fór af stað. Hægt er að sjá myndband af því hérna á vefsíðu Morgunblaðsins. Hraunflæðið er rúmlega í mannshæð og ef manneskja fer undir hraun þá er ekkert hægt að bjarga viðkomandi.
  • Á meðan yfirborð hraunsins er einöngu frá 50C til 100C þá þarf ekki að fara mjög djúpt til þess að komast í hraun sem er 900C og ef farið er inn í hraunrás þá er hraunið þar rúmlega 1100 gráðu heitt.
  • Í gær (10-Júní-2021) varð breyting í óróanum og eldgosinu sem heldur áfram. Þetta er vísbending um hugsanlega varanlega breytingu á eldgosinu. Hvað þetta þýðir er óljóst eins og er.

Það eru engar frekari upplýsingar eins og er. Næsta uppfærsla ætti að eiga sér stað þann 18-Júní-2021 ef ekkert gerist í þessu eldgosi. Annarstaðar á Íslandi er rólegt eins og er.

Óróinn í eldgosinu í Fagradalfjalli eins og hann kemur fram á SIL stöðinni Meradalir. Það eru línur sem er blá, græn og fjólublá sem sýna óróann sem þykkar línur. Frá 10-Júní breytist óróinn og verður minni um smá tíma en verður síðan sveiflukenndur með stórum oddum á óróaplottinu.
Óróinn í eldgosinu í Fagradalsfjalli frá SIL stöð sem er nærri eldgosinu í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Áframhaldandi þensla í Bárðarbungu, gasútstreymi óbreytt

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.

Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju (15-Mars-2016)

Í gær (15-Mars-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Öskju. Um var að ræða litla jarðskjálftahrinu sem kom fram í eldstöðinni, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18,7 km og upp í 14,9 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað inní eldstöðinni og bendir það til þess að uppruni þessara jarðskjálfta sé innflæði kviku á miklu dýpi. Þessi tegund að virkni hefur átt sér reglulega staða í Öskju síðan árið 2010 en síðan kvikuinnskot Bárðarbungu komst mjög nærri því að komast í kvikuhólf Öskju þá hefur þessi tegund að jarðskjálftavirkni verið hægt og rólega að aukast. Hinsvegar er þessi jarðskjálftavirkni ekki ennþá ofan við venjulega bakgrunnsvirkni í Öskju og eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi.

160315_1710
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Askja er staðsett norð-austan við Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru breytingar í Öskju mjög hægar, það gæti hinsvegar breyst ef kvika finnur sér einfalda leið til yfirborðs. Ef að eldgos verður þá reikna ég ekki með neinu stóru, líklega litlu hraungosi sem mundi standa í einhverjar daga til vikur í mesta lagi. Ef að kvika hinsvegar kemst í snertingu við vatn þá mundi þarna verða sprengigos með tilheyrandi öskufalli í skamman tíma. Þetta eru þó eingöngu getgátur hjá mér, Askja er hinsvegar virkt eldstöðvarkerfi og sem slíkt þá má búast við hverju sem er frá því.

Jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum

Í dag (25-Ágúst-2015) varð jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum (engin GVP upplýsingasíða). Þetta var bara einn jarðskjálfti, stærð hans var 2,2 og dýpið var 11,1 km. Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum og þarna hafa ekki orðið nein söguleg eldgos.

150825_1405
Jarðskjálftinn í Kerlingafjöllum. Kerlingafjöll eru staðsett suð-vestur af Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum, svo sjaldgæfir að þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé þar síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum. Þarna urðu ekki neinir jarðskjálftar þegar stóru jarðskjálftarnir áttu sér stað árið 2000/2008 á suðurlandsbrotabeltinu með tilheyrandi spennubreytingum á stóru svæði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé í Kerlingafjöllum síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum eins og ég geri í dag. Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftum á þann hátt sem ég geri í dag síðustu níu ár. Á þessum síðustu níu árum hefur SIL stöðvum verið fjölgað á svæðinu sem gerir mælanetið næmara fyrir smærri jarðskjálftum á stærra svæði og í kringum Hofsjökul.