Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara.
Um miðnætti þann 9. Nóvember 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes nærri fjallinu Þorbjörn. Þetta er sama svæði og þar sem hefur verið kvikuinnskot í gangi síðan 25. Október 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,0 og það hefur verið mikið um minni jarðskjálfta á svæðinu.
Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er upphafið af eldgosi á þessu svæði eða bara áhrif af þeirri þenslu sem kemur til vegna innstreymis kviku á þetta svæði. Kvikan er ennþá á 5 km dýpi og það mun því taka nokkra klukkutíma fyrir kvikuna að stíga upp í gegnum jarðskorpuna sé kvikan farin af stað. Það þýðir að ekkert mun gerast á yfirborðinu fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða kannski ekki fyrr en þann 10. Nóvember 2023. Það veltur allt á því hversu hratt kvikan stígur upp í gegnum jarðskorpuna, ef kvikan er farinn af stað sem er alls ekki víst að svo sé.
Ég mun setja upp uppfærslu á stöðu mála á morgun ef eitthvað meira gerist.