Þetta er stutt uppfærsla á stöðu mála í eldstöðinni Reykjanes. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
- Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Svartsengi, nærri fjallinu Þorbjörn. Þessir jarðskjálftar eru annaðhvort spennu jarðskjálftar (suð-vestur eða norð-austur) af svæðinu sem er að þenjast út núna.
- Þenslan í Svartsengi er mjög mikil og hefur aukist um sem nemur 10mm á einum degi á síðustu dögum.
- Það hefur kvika verið að safnast fyrir í jarðskorpunni í eldstöðinni Reykjanes síðan árið 2020, hugsanlega lengur en á meira dýpi, það er þó óljóst.
- Það er hætta á stóru eldgosi á þessu svæði, sem í versta tilfelli varir í nokkra mánuði.
- Stærstu jarðskjálftarnir síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,7. Það er ennþá hætta á stærri jarðskjálftum.
- Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst eða hvort að það muni hefjast. Líkur á því að eldgos hefjist eru hinsvegar mjög miklar.
- Morgunblaðið segir frá því í frétt að jarðhiti er farinn að sjást á hitamyndavélum. Hægt er að lesa þá frétt hérna. Þarna er YouTube myndband og hægt að sjá myndband á ensku með fleiri myndum af svæðinu.
Ég set inn nýjar upplýsingar þegar eitthvað gerist. Það er ekki mikil dagleg breyting á stöðu mála núna milli daga. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki mikið til að skrifa um.