Kvikuhreyfingar við fjallið Þorbjörn í morgun

Í dag (31. Október 2023) um klukkan 08:00 í morgun, þá hófst kvikuhreyfing við fjallið Þorbjörn. Það olli jarðskjálfta með stærðina Mw3,7. Það virðist sem að kvikan sé núna á dýpinu 1,5 km, þar sem kvikan er hvað grynnst. Fyrir nokkrum dögum síðan, þá var þessi kvika á dýpinu um 5 til 8 km dýpi. Þessi kvika er því búinn að rísa mjög hratt á þessu svæði, það bendir til þess að þrýstingur sé meiri miðað við kvikuna sem hefur gosið í Fagradalsfjalli. Aukinn þrýstingur gæti valdið stærra eldgosi þegar það hefst. Þenslan sem er við suðurhluta Fagradalsfjalls er ennþá til staðar og það hefur ekkert dregið úr þeirri þenslu. Það eina sem hefur dregið úr er jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin hefur færst til vestari hluta Fagradalsfjalls. Það ætti ekki að útiloka það að eldgos gæti einnig orðið í Fagradalsfjalli á sama tíma. Atburðarrásin við fjallið Þorbjörn gæti hinsvegar seinkað þeirri atburðarrás við Fagradalsfjall.

Rauðir punktar og grænar stjörnur við fjallið Þorbjörn og einnig vestan af því fjalli. Það eru einnig bláir punktar við Reykjanestá eftir jarðskjálftahrinu þar.
Jarðskjálftahrinan við Þorbjörn og vestan við það fjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu. Eldgos er hinsvegar mjög líklegt en hvar og hvenær er ekki hægt að segja til um en GPS gögn gefa ágæta vísbendingu um hugsanlegar staðsetningar. Staðan núna er mjög flókin og erfitt að segja til um hvað gerist í eldstöðinni Reykjanes og síðan í eldstöðinni Fagradalsfjall.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað. Ég er búinn að setja saman lista af vefmyndavélum á YouTube síðunni sem ég setti upp fyrir nokkru síðan.