Eldstöðin Reykjanes sett á gulan viðvörunarkóða

Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gulan viðvörunarkóða. Þetta er útaf mjög snöggri þenslu við fjallið Þorbjörn og í Svartsengi. Á minna en 24 klukkutímum, þá þandist svæðið út um 30mm. Þarna hafa komið fram þensla í fimm skipti áður (samkvæmt frá hjá Morgunblaðinu) síðan árið 2020. Þenslan núna er mun hraðari en fyrri tímabil þegar þensla kom áður fram á þessu svæði.

Gulur þríhyrningur við eldstöðina Reykjanes. Allir aðrir þríhyrningar eru grænir og tákna aðrar eldstöðvar á Íslandi.
Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gula viðvörun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í eldstöðinni Reykjanes skapar þá hættu að núna geta komið fram mjög kröftugir jarðskjálftar á Reykjanesskaga og úti á Reykjaneshrygg á næstu dögum og vikum. Það er áframhaldandi þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem hefur hvorki stöðvast eða hægst á síðan þenslan hófst þann 25. Október 2023. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun hefjast í eldstöðinni Reykjanes en hraðinn á þenslunni bendir til þess að það muni gerast. Staðsetningin er mjög slæm, þar sem þetta er nærri innviðum, bláa lónið er þarna nálægt auk jarðvarma virkjunar og hitaveitu. Eldgos á þessu svæði gæti valdið stórtjóni á innviðum á þessu svæði.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og fylgjast með því sem gerist á þessu svæði.