Ný jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli og Þorbirni (Reykjanes eldstöðin)

Upplýsingar í þessari grein verða úreltar á skömmum tíma.

Sú virkni sem er í gangi núna er mjög flókin og ekki víst að atburðarrásin verði sú sama og í fyrri eldgosum. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,5 og Mw4,5. Stærri jarðskjálftar geta orðið án nokkurar viðvörunnar. Það hafa orðið yfir 1000 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Grænar stjörnur við fjallið Þorbjörn og síðan er ein græn stjarna vestan við Þorbjörn. Mikið af rauðum punktum sem sýnir litla jarðskjálfta sem þarna hafa orðið.
Jarðskjálftavirknin við Þorbjörn og í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er góður möguleiki á því að atburðarrásin núna verði eins og atburðarrásin og varð í fyrri eldgosum. Þar sem staðsetningin er aðeins öðruvísi en áður og það getur haft mikil áhrif á því hvað gerist þegar kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin við fjallið Þorbjörn er hugsanlega blönduð jarðskjálftavirkni en GPS gögn sýna ekki neina þenslu þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin er að aukast í suður hluta Fagradalsfjalls, á svæðinu Nátthagi, Nátthagakriki og á nálægum svæðum. Það er kvikuinnskot við Nátthaga og Nátthagakrika en það kvikuinnskot hefur verið þar í talsverðan tíma. Það kvikuinnskot gæti verið að fara að gjósa. Það er mikil óvissa í gangi núna hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig munstur af lítilli og mikilli jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, það hefur einnig sést í jarðskjálftavirkni áður en það fór að gjósa í fyrri eldgosum.

Ég mun skrifa inn uppfærslu hérna ef eitthvað breytist eða nýja grein ef þörf verður á því. Það gæti hinsvegar tekið tíma, þar sem ég reyni oft að átta mig á því hvað er að gerast áður en ég skrifa grein um það sem er að gerast.