Jarðskjálfti með stærðina Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu

Í dag (31. Janúar 2026) klukkan 11:54 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki í byggð. Þessi jarðskjálfti er hluti af þeirri þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu og þetta ferli hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu þann 28. Febrúar 2015.

Græn stjarna og rauðir og appelsínugulir punktar í norðari hluta Vatnajökuls í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram í eldstöðinni Bárðarbungu þangað til að hámarks þenslu er náð eða þangað til næsta eldgos verður. Það skiptir engu hvort verður náð fyrst. Síðan mun þetta ferli byrja aftur upp á nýtt þegar næsta eldgosi líkur í Bárðarbungu. Ef að hámarks þenslu er náð, þá mun jarðskjálftavirknin stöðvast í einhvern tíma. Miðað við núverandi gögn. Þá mun það taka nokkra áratugi áður en þeirri þenslu verður náð í eldstöðinni Bárðarbungu.