Hættustig lýst yfir fyrir eldstöðina Reykjanes og Grindavík

Þetta er stutt grein. Þar sem það er of mikið að gerast núna til þess að koma með eitthvað upplýsandi.

  • Það er mjög þétt jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes sem er norður-vestur af Grindavík. Það er einnig jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík.
  • Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi fyrir eldstöðina Reykjanes og síðan Grindavík.
  • Það er mjög mikið um stóra jarðskjálfta núna. Það er vonlaust að koma með einhverjar nothæfar tölur eins og er.
Mjög þétt jarðskjálftavirkni á forriti sem heitir WinSDR.
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í 187 km fjarlægð frá Reykjanes eldstöðinni.

Þetta er það sem ég er að mæla í rúmlega 187 km fjarlægð. Þetta er þéttasta jarðskjálftavirkni sem ég hef nokkurntímann séð hjá mér.

Ég mun setja inn uppfærslu þegar ég hef eitthvað nothæft til þess að setja inn.