Veðurstofan staðfestir að kvikan sé farin að stíga upp til yfirborðs

Veðurstofan er búinn að staðfesta að hún sé farin að sjá á mælum hjá sér að kvika sé farin að rísa upp til yfirborðs á því svæði við Sundahnjúka. Þetta virðist ekki vera tengt kvikuinnskotinu sem er núna að eiga sér stað við Svartsengi (eldstöðin Reykjanes) og kvikuinnskotið þar. Það er einnig óljóst hversu mikil kvika er þarna á ferðinni og hvaða eldstöð er að fara af stað þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig ekkert sem tengir þessa virkni við eldstöðina Fagradalsfjall. Það mun taka smá tíma að fá svör við þessum spurningum þegar eldgos er hafið.

Það eru smá breytingar á jarðskjálftavirkni og tengist það því þegar kvikan fer í gegnum mýkri jarðlög og þá dregur úr jarðskjálftavirkni. Þetta gerist vegna þess að kvikan fer í gegnum mismunandi jarðlög sem eru öll jafn hörð upp á yfirborðið. Mýkri jarðlög eru ástæða þess að það dregur úr jarðskjálftum tímabundið. Þegar kvikan fer í gegnum harðari jarðlög, þá koma stórir jarðskjálftar fram. Það er að mestu ekki hægt að segja til um það hvernig jarðlög kvikan er að fara í gengum á leið sinni upp til yfirborðs. Þetta hinsvegar sést á jarðskjálftavirkninni.

Ég set inn nýrri upplýsingar eftir því sem ég get.