Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík, skyldurýming hefur verið fyrirskipuð

Þetta er stutt grein. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

  • Rýming hefur verið fyrirskipuð í Grindavík. Allir eiga að yfirgefa Grindavík eftir tvo tíma (miðað við frá klukkan 23:00) samkvæmt skipun Almannavarna. Margir hafa yfirgefið Grindavík í dag vegna mjög mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu í dag (10. Nóvember 2023).
  • Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er um 4 til 7 km langt miðað við þar sem það byrjar norðan við Grindavík.
  • Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni. Það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni frá því um klukkan 18:00 þegar jarðskjálftavirknin var sem mest.
  • GPS gögn benda til þess að þarna sé meiri kvika á ferðinni en í öllum þremur síðustu eldgosum samanlagt.
  • Það er hugsanlegt að kvikan sé frá eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta er eingöngu hugmynd eins og er. Það þýðir að kvikan sem er að koma upp í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi) er ekki ennþá farin af stað. Það gæti gerst án mikillar viðvörunnar einnig.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég get og hef nýjar upplýsingar. Það er mikið að gerast og staða mála óljóst. Það er einnig mikið af rangfærslum þarna úti. Athugið með heimildir.