Þessi grein er með stutta uppfærslu á því sem er að gerast. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
- Kvikuinnskotið er núna orðið 15 km langt samkvæmt síðustu mælingu. Það er möguleiki á því að kvikuinnskotið sé að stækka í bæði norð-austur og síðan suður-vestur. Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni í gangi.
- Þensla á svæðinu er í kringum 120 sm og jafnvel meiri síðan þetta hófst í gær (10. Nóvember 2023).
- Kvikuinnskotið nær núna út í sjó og sá hluti sem er út í sjó er um 3 til 5 km. Á grunnsævi mun verða sprengigos þegar eldgos hefst í einhverja klukkutíma til daga.
- Kvikan er núna kominn á 800 metra dýpi þar sem hún stendur grynnst. Það þýðir þó ekki að eldgos hefjist á þeim stað.
- Eldgosið mun hefjast án viðvörunnar. Þar sem Veðurstofan hefur sagt frá því að vegna jarðskjálftavirkni þá getur hún ekki greint gosóróa þegar hann hefst vegna mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu.
- Það er núna mikil hætta á stórum jarðskjálfta bæði austan og vestan við kvikuinnskotið á næstu dögum og vikum. Þetta er vegna þeirrar færslu sem kvikuinnskotið hefur búið til á svæðinu.
- Vegagerðin hefur sett inn á Facebook myndir hérna af tjóni á vegum innan Grindavíkur. Þetta tjón er vegna þess að jörðin er að síga í sundur vegna jarðskjálfta og þenslu.
Það er erfitt að vita hvað gerist næst en þetta eldgos verður hvorki lítið eða ferðamannavænt.
Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira um stöðu mála.