Staðan í Grindavík vegna kvikuinnskotsins

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar. Það lítur út fyrir að vera rólegt en er það í raun ekki. Þessi grein er skrifuð þann 13. Nóvember 2023 klukkan 00:02.

  • Það er komið fram mikið sig í Grindavík samkvæmt fréttum. Mesta sigið er í kringum 1 metra. Þetta er nógu mikið til þess að flokkast sem sigdalur. Þetta er í frétt mbl.is hérna.
  • Kvika gæti verið allt að nokkra tugi metra undir yfirborðinu í Grindavík eða nærri Grindavík. mbl.is sagði frá þessu hérna. Þetta er lifandi uppfærsla og fréttin gæti verið horfin.
  • Þessi atburðarrás var ekki eitthvað sem einhver var að búast við. Enda hafði ekki verið nein sérstök jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga fyrir Föstudaginn 10. Nóvember 2023. Um klukkan 08:00 hefst jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga og var talið upphaflega að um væri að ræða hefðbundna brotaskjálfta vegna þenslunar í Svartsengi. Það var ekki fyrr en eitthvað eftir klukkan 08:00 að Veðurstofan (samkvæmt fréttum) að þarna er ekki um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta. Það varð síðan allt brjálað í jarðskjálftavirkni milli klukkan 16:00 og 19:00.  Þessi jarðskjálftahrina var mjög þétt og það urðu margir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 innan Grindavíkur.
  • Það er tjón í Grindavík á vegum, húsum, pípum og rafmagnsvírum og öðrum innviðum vegna færslunnar sem kvikugangurinn hefur valdið.
  • Kvikugangurinn virðist vera nokkrir metrar í þvermál og allt að eins metra djúpur. Ég hef ekki séð neinar opinberar tölur um dýpt og breidd kvikugangsins. Einu upplýsinganar sem ég hef er lengd kvikugangsins og það er að lengdin er 15 km þegar þessi grein er skrifuð.

Þetta er ekki lítill atburður í eldstöðinni sem veldur þessu. Það sem ég veit ekki og enginn virðist vita almennilega er hvaða eldstöð er að fara að valda þessu. Þetta gæti verið eldstöðin Fagradalsfjall eða þetta gæti verið eldstöðin Reykjanes.

Jarðskjálftar sem mynda beina línu frá sjónum og í gegnum Grindavík og norð-austur af Grindavík upp að Sundhnúksgígar. Kortið sýnir jarðskjálftavirkni síðustu sjö daga.
Jarðskjálftavirknin síðustu sjö daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég hef þær. Ég mun einnig setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist ef ég get.