Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Grindavík. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
Staðan í dag er mjög svipuð stöðunni í glær. Jarðskjálftum hefur haldið áfram að fækka í dag en það kann að vera tímabundið þar sem sigdalurinn heldur áfram að stækka. Flæði kviku inn í kvikuganginn heldur áfram á aðeins minna afli en Föstudaginn 10. Nóvember 2023.
- Flæði kviku á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 var 1000 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt því sem Veðurstofa Íslands og sérfræðingar segja.
- Sigdalurinn hefur lækkað verstari hluta af Grindavík um 1 til 2 metra. Austari hluti Grindavíkur hefur hækkað um svipað á móti. Sumar af sprungum eru um 20 metra djúpar eða dýpri.
- Sigdalurinn er um 2 km breiður þar sem hann er breiðastur í kringum Grindavík samkvæmt fréttum. Sigdalurinn heldur áfram að breikka samkvæmt mælingum.
- Það er mikið tjón í Grindavík í mörgum húsum. Ef ekki vegna jarðskjálftanna, þá vegna landsigsins sem er að eiga sér núna stað.
- Það er ennþá mjög mikil hætta á eldgosi og kvikugangurinn virðist vera að halda lengd sinni í 15 km. Þetta getur breyst án viðvörunnar.
- Órói á SIL stöðvum nærri kvikuganginum hefur ekkert minnkað, jafnvel eftir að jarðskjálftavirkni hafi farið minnkandi. Þetta er vegna stöðugs innflæðis af kviku inn í kvikuganginn.
Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst. Það er mín skoðun að eldgos muni hefjast á þessu svæði. Þetta er einnig upphafið af virkni sem mun vara í talsverðan tíma á þessu svæði áður en það fer að róast aftur.
Kvikugangurinn við Grindavík gæti einnig hleypt upp eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi og jafnvel komið af stað eldgosi í þeim. Það getur allt gerst í þeim án nokkurar viðvörunnar. Ef ekki eldgos, þá jarðskjálftavirkni.
Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira hvað er að gerast.