Staðan í Grindavík þann 14. Nóvember 2023

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.

 • Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
 • Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
 • Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
 • Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
 • Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
 • Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
 • GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Rauðir punktar sýna kvikuinnskotið við Grindavík mjög vel og alla 15 km sem það nær. Þarna er einnig ein græn stjarna í sjálfum kvikuganginum.
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.

3 Replies to “Staðan í Grindavík þann 14. Nóvember 2023”

 1. Takk fyrir upplýsingarnar Jón.
  Ég spurði þig út í þetta vegna þess að erlend tungumál er eitthvað sem ég skil ekki. Að Goggla eitthvað hjálpar mér ekkert ef niðurstaðan kemur á erlendu tungumáli.
  En takk fyrir þínar útskýringar 🙂

 2. Hver er munurinn á Mw mælikvarðanum og Richters mælikvarðanum? Og eru ekki til fleiri kvarðar sem mæla jarðskjálfta? Hvaða hvaða notar Veðurstofa Íslands?

  Gott að lesa bloggingen þín þar sem þú tekur saman allt það helsta. Vel gert Jón Frímann.

  1. Mw (Momenet Magnitude Scale) er nútímalegur mæliskali sem segir hvaða orka er í jarðskjálftanum. Veðurstofan notaði áður ML sem er Local Magnitude Scale, sem dugar aðeins fyrir nálæga jarðskjálfta og upp að stærð ML6,0 en þessi mæliskali er ekki notaður í dag og er úreltur.

   Þessi Wikipedia grein fer ágætlega yfir alla þá mæliskala sem eru í notkun í dag eða hafa verið í notkun.

   https://en.wikipedia.org/wiki/Seismic_magnitude_scales

Lokað er fyrir athugasemdir.