Jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum

Í dag (25-Ágúst-2015) varð jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum (engin GVP upplýsingasíða). Þetta var bara einn jarðskjálfti, stærð hans var 2,2 og dýpið var 11,1 km. Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum og þarna hafa ekki orðið nein söguleg eldgos.

150825_1405
Jarðskjálftinn í Kerlingafjöllum. Kerlingafjöll eru staðsett suð-vestur af Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum, svo sjaldgæfir að þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé þar síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum. Þarna urðu ekki neinir jarðskjálftar þegar stóru jarðskjálftarnir áttu sér stað árið 2000/2008 á suðurlandsbrotabeltinu með tilheyrandi spennubreytingum á stóru svæði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé í Kerlingafjöllum síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum eins og ég geri í dag. Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftum á þann hátt sem ég geri í dag síðustu níu ár. Á þessum síðustu níu árum hefur SIL stöðvum verið fjölgað á svæðinu sem gerir mælanetið næmara fyrir smærri jarðskjálftum á stærra svæði og í kringum Hofsjökul.