Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.
Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.