Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (23-Júní-2016) klukkan 20:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 2,1 km í Torfajökli.

160623_2100
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn í Torfajökli átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt nýlegri tilkynningu þá fannst þessi jarðskjálfti á nálægu tjaldsvæði. Engir frekari jarðskjálftar hafa átt sér stað þarna ennþá, það gerist einstaka sinnum að stakir jarðskjálftar sem eru með stærðina 3,0 eða stærri verða án þess að frekari jarðskjálftar verði. Ég veit ekki hvort að það sé hverasvæði þar sem þessi jarðskjálfti átti sér stað.