Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum

Í gær (24-Júní 2024) klukkan 22:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum sem eru fyrir austan Kleifarvatn. Auk þess eru punktar sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði í Brennisteinsfjöllum.

Sjaldgæfur jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökli

Stakur jarðskjálfti átti sér stað í dag (16. Maí 2023) klukkan 14:46 í eldstöðinni Snæfellsjökli. Jarðskjálftinn hafði stærðina Mw2,0 og var með dýpið 0,1 km. Fjarlægð þessa jarðskjálfta var 5,4 km frá Hellissandi en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í byggð (ekkert hefur komið fram í fjölmiðlum).

Rauður punktur í eldstöðina Snæfellsjökul sem er norðanlega í eldstöðinni og norðan við sjálfan jökulinn. Þetta er á vestanverðu Snæfellsnesi.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökull. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eins og þessi eru mjög sjaldgæfir í Snæfellsjökli og er þetta fyrsti jarðskjálftinn sem ég skrifa um út frá gögnum sem koma frá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir hafa sýnt að það er jarðskjálftavirkni í Snæfellsjökli og er mjög regluleg.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli.
Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti með stærðina mb5,2 í Miðjarðarhafinu, suður af Möltu

Í dag (30. Janúar 2023) klukkan 19:55 UTC (20:55 CET) varð jarðskjálfti með stærðina mb5,2 suður af Möltu. Þessi jarðskjálfti fannst á Möltu vegna nálægðar en ég held að ekkert tjón hafi orðið, þar sem fjarlægðin hafi verið nógu mikil til þess að forða slíku. Samkvæmt tilkynningum til EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti greinilega á Möltu.

Þetta er ekki fyrsti jarðskjálftinn af þessari stærð á þessu svæði og þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð. Þar sem ég tel að hugsanlega sé kvika eða eldstöð að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði en mig skortir þekkingu á þessu svæði til þess að vera viss hvað er að gerast þarna. Kort, sem eru ágæt af sjávarbotninum á þessu svæði sýna ekki neitt sérstakt og ekkert sérstakt landslag á sjávarbotninum á þessu svæði.

Upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi

Í dag (28. Janúar 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi. Samkvæmt EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði. Ég veit ekki hvort að það hafi orðið eitthvað tjón en það er mjög líklegt ef gæði bygginga eru léleg. Samkvæmt gögnum frá EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi“

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í eystri hluta Miðjarðarhafsins

Á meðan það er rólegt á Íslandi. Þá ætla ég að skrifa um jarðskjálftavirkni í Evrópu og heiminn allan. Ég hef ekki næga þekkingu til þess að skrifa um eldgos sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Ég mun skrifa um jarðskjálfta sem eru með stærðina Mw5,0 í Evrópu eða stærri og síðan með stærðina Mw6,0 eða stærri í restinni af heiminum. Ég mun halda áfram að skrifa þessar greinar á meðan það er rólegt á Íslandi. Þessar greinar verða stuttar og ekkert mjög nákvæmar eða með mikið af upplýsingum.

Í dag (25. Janúar 2023) klukkan 12:37 UTC (staðartími 14:37 EET) jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 varð undan strönd Grikklands og Tyrklands í eystri hluta Miðjarðarhafsins. Samkvæmt tilkynningum til EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði en ég veit ekki hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

Jarðskjálftar á þessu svæði í eystri hluta Miðjarðarhafsins verða þegar sjávarbotn Afríkuflekans treðst undir Evrópasíuflekans á þessu svæði. Listi yfir jarðskorpufleka á Jörðinni er að finna hérna (Wikipedia).

Jarðskjálfti 30 km norð-vestur af Vestmanneyjum

Í dag (5-Mars-2019) klukkan 12:59 varð jarðskjálfti 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,2 og var þetta stakur jarðskjálfti og hafa engir eftirskjálftar komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessum stað eru ekki nein þekkt misgengi eða eldstöðvar. Þessi jarðskjálfti er því mögulega innanfleksjarðskjálfti sem verða reglulega á Íslandi en oftast á svæðum þar sem þeir mælast ekki og enginn verður þeirra var.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Kötlu

Í dag (14-Desember-2016) klukkan 14:31 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Kötlu. Engir frekari jarðskjálftar urðu í Kötlu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var bara einn jarðskjálfti og án frekari virkni er eftir að segja til um það afhverju þessi jarðskjálfti átti sér stað. Eftir því sem ég kemst næst, þá hefur ekkert breyst í Kötlu síðustu vikunar þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni. Katla hefur verið að hita upp fyrir eldgos síðan í Ágúst (þetta er eingöngu mín skoðun). Það getur gerst í eldfjöllum að það dragi úr jarðskjálftum áður en eldgos á sér stað, það er ekki almennilegur skilningur á því afhverju það gerist ennþá (eftir því sem ég kemst næst).

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (23-Júní-2016) klukkan 20:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 2,1 km í Torfajökli.

160623_2100
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn í Torfajökli átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt nýlegri tilkynningu þá fannst þessi jarðskjálfti á nálægu tjaldsvæði. Engir frekari jarðskjálftar hafa átt sér stað þarna ennþá, það gerist einstaka sinnum að stakir jarðskjálftar sem eru með stærðina 3,0 eða stærri verða án þess að frekari jarðskjálftar verði. Ég veit ekki hvort að það sé hverasvæði þar sem þessi jarðskjálfti átti sér stað.