Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.
Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.