Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni sem tengist þenslu í Bárðarbungu áttu sér stað í dag (8. Janúar 2023). Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar árið 2015.

Vinstra megin á myndinni í Vatnajökli og í eldstöðinni Bárðarbungu er græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann. Þar undir eru einnig nokkrir appelsínugulir punktar sem sýna minni jarðskjálfta.
Græna stjarna sýnir staðsetningu Bárðarbungu í Vatnajökli og jarðskjálftana sem verða þar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem varð núna var með stærðina Mw3,3, auk nokkura minni jarðskjálfa sem áttu sér stað á sama svæði. Svona stórir jarðskjálftar verða í Bárðarbungu á tveggja til þriggja mánaða fresti. Það er farið að hægja á þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og hefur gert það í talsverðan tíma núna.