Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í morgun (7. Janúar 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þeir jarðskjálftar sem komu fram hafa verið litlir að stærð og stærstu jarðskjálftarnir samkvæmt sjálfvirkri mælingu voru með stærðina Mw1,0. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 7 km og til 9,5 km dýpi.

Appelsínugulir punktar í Brennisteinsfjöllum þar sem jarðskjálftahrinan varð. Þetta eru allt saman punktar, þar sem þetta voru bara litlir jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sjálfvirki gögn frá Veðurstofunni benda til þess að þarna sé um að ræða kvikuinnskot inn í Brennisteinsfjöll frekar en að hérna sé um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga eingöngu. Þessi niðurstaða gæti breyst þegar farið er yfir gögnin af Veðurstofunni.