Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (nærri Reykjanestá)

Í dag (6. Janúar 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes við svæðið nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 00:31 en síðan hafa komið minni jarðskjálftar.

Rauðir punktar við Reykjanestá við Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Þessir rauðu punktar sýna litla jarðskjálfta sem þarna hafa orðið. Síðan eru einnig rauðir punktar í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja en það er ekki skrifað um þá í þessari grein.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga uppruna sinn í kvikuinnskoti sem er þarna núna, frekar en að þetta séu eingöngu jarðskorpuhreyfingar sem eru að valda þessum jarðskjálftum. Þetta gæti verið blanda af báðum atriðum en það er erfitt að vera viss. Miðað við það sem ég sé (þetta þarf ekki að vera rétt hjá mér), þá er þarna mjög líklega á ferðinni kvikuinnskot á dýpinu 6 km til 8 km en meðan kvikuinnskotið er á þessu dýpi, þá mun það bara vera þarna. Það þarf talsvert meiri jarðskjálftavirkni áður en kvikan nær að brjóta sér leið upp á yfirborðið og því fylgir einnig meiri og kröftugri jarðskjálftavirkni. Á meðan kvikan er að brjótast þarna um, þá verður áfram jarðskjálftavirkni við Reykjanestá.