Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Kötlu

Í dag (14-Desember-2016) klukkan 14:31 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Kötlu. Engir frekari jarðskjálftar urðu í Kötlu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var bara einn jarðskjálfti og án frekari virkni er eftir að segja til um það afhverju þessi jarðskjálfti átti sér stað. Eftir því sem ég kemst næst, þá hefur ekkert breyst í Kötlu síðustu vikunar þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni. Katla hefur verið að hita upp fyrir eldgos síðan í Ágúst (þetta er eingöngu mín skoðun). Það getur gerst í eldfjöllum að það dragi úr jarðskjálftum áður en eldgos á sér stað, það er ekki almennilegur skilningur á því afhverju það gerist ennþá (eftir því sem ég kemst næst).