Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (15-Desember-2016) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Vegna slæms veðurs þá er næmni SIL mælanets Veðurstofunnar minna en þegar veður er gott.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan byrjaði rúmlega 12 tímum eftir að jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað í Kötlu í gær. Það er erfitt að vita hvort að þessir atburðir eru tengdir án þess að rannsókn sé gerð á þessari jarðskjálftahrinu, eins og stendur þá hef ég ekki svarið. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri Austmannsbungu en þar er einnig SIL jarðskjálftamælir með sama nafni. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem komu fram en talsverð talin í fjölda þeirra jarðskjálfta sem hafa komið fram í dag.