Stutt jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (17-Desember-2016) varð stutt jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu, græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varði aðeins í rúmlega 30 mínútur. Jarðskjálftahrinan kom fram suður-vestur af jarðskjálftahrinunni sem varð þann 15-Desember. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram í Kötlu er einhver sú mesta jarðskjálftavirkni sem ég hef séð í eldstöðinni síðan ég fór að fylgjast með árið 2001. Þar er ekki hægt að spá fyrir um eldgos í Kötlu með neinni vissu og það eina sem hægt er að gera er að fylgjast vel með því sem gerist í eldstöðinni.