Jarðskjálftahrina nærri Grenivík (Dalvíkur misgengið/Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 09:41 hófst jarðskjálftahrina á Dalvíkur misgenginu en það misgengi er hluti af Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem varð fannst yfir stórt svæði, þar á meðal á Akureyri og á nálægum svæðum. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni hingað til, stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 1,6. Dýpi stærsta jarðskjálftans var 12,3 km.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,5. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þetta er skrifað er mjög lítil eftirskjálftavirkni á þessu svæði en nokkrir jarðskjálftar hafa komið fram síðustu klukkutímana. Þeir jarðskjálftar eru mjög litlir og hafa líklega ekki fundist. Síðasti jarðskjálftinn sem kom fram varð klukkan 13:18. Þessa stundina er mjög lítil jarðskjálftavirkni á þessu svæði og ekki líklegt að það breytist næstu klukkutímana.