Þegar þessi grein er skrifuð þá er hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (athugið að Veðurstofan hefur ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið). Þessi eldvirkni er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Um klukkan 03:43 kom upp öskuskýr úr gígnum í Fagradalsfjalli. Það var óljóst í nótt hvað var í gangi og það koma ekki í ljóst fyrr en í morgun gígurinn var að falla saman og lokast.
Órói minnkaði einnig á sama tíma og það er ekkert hraunflæði frá gígnum.
Það er óljóst hvað gerist næst í þessu. Það er ólíklegt að eldgos muni hefjast aftur í gígnum sem hætti að gjósa í nótt. Venjulega þá gýs aldrei aftur í svona gígum þegar þeir eru hættir að gjósa. Kvikan þarf því að finna sér nýja leið þegar þrýstingur er orðinn nægur djúpt í jarðskorpunni til þess að hefja nýtt eldgos. Þegar þrýstingur er orðinn nægur þá er mjög líklegt að jarðskjálftahrina muni hefjast þar sem kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið á Reykjanesskaga. Hversu lengi þetta mun taka er ekki hægt að segja til um.
Þangað til að eldgos eða jarðskjálftar hefjast á Fagradalsfjalli eða nágrenni þá er þetta síðasta greinin hjá mér um eldgosið í Fagradalsfjalli.