Í gær (26. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Mest af jarðskjálftahrinunni var út í sjó á Reykjaneshrygg, á svæði sem kallast Reykjanestá. Eitthvað af jarðskjálftum var á landi á sama svæði og því á Reykjanesskaga.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu
Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 15:16 og 15:35 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu með stærðina Mw3,3 og Mw3,6.
Lesa áfram „Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu“
Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli
Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.
Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.
Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni
Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.
Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.
Hrina af lágtíðni jarðskjálftum í Torfajökli
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.
Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.
Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.
Þensla og jarðskjálftavirkni í Öskju
Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).
Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.
Áframhaldandi jarðskjálftahrina nærri Keili
Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.
Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.
Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.
Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.
Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.
Óstaðfest virkni í nágrenni við Keilir í eldgosinu í Fagradalsfjalli
Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.
Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.
Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.
Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021
Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.
Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021
Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.
Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.
Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.
Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Ágúst-2021
Þetta er stutt grein um stöðuna í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
- Eldgosið heldur áfram eins og hefur verið. Eldgos í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma. (Hérna er mín persónulega skoðun) Hvert eldgos sem er svona er í raun ekkert annað en stutt eldgos í eldstöðinni sem er þarna. Alveg eins og er í öðrum eldstöðvum en tíminn milli eldgosa er bara styttri þarna. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast svona.
- Sprungur hafa myndast í gónhólnum sem er næst gígnum. Afhverju þetta er að gerast er ennþá óljóst. Það eru tveir möguleikar sem útskýra þetta. Fyrsti möguleikinn er að hérna sé um að ræða sprungur vegna spennu í jarðskorpunni vegna eldgossins. Annar möguleiki er að þarna sé komin fram þensla vegna þess að kvika er að fara að þrýsta sér þarna upp. Þetta sást fyrst í eldgosinu, þá kom fram sprungumyndum nokkrum dögum áður en eldgos hófst á því svæði.
- Hraunflæði er núna í kringum 9m3/sec samkvæmt mælingum Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.
Þetta eldgos er mjög lítið og er miklu minna en eldgosið í Heklu árið 2000 sem var minnsta eldgos í skráðri sögu (samkvæmt fréttum). Á meðan eldgosið er svona lítið þá mun hraunið ekki fara langt og eingöngu renna stutt frá gígnum og hlaðast upp á svæðinu næst honum og á nærliggjandi svæðum.
Fólk heldur áfram að fara út á hraunið sem er stórhættulegt þar sem undir hraun skorpunni getur verið stórir hellar sem eru fullir af hrauni og það hraun er allt að 1100C gráðu heitt. Ef að þakið brotnar á svona helli og fólk fellur ofan í þá. Þá er engin leið til þess að bjarga viðkomandi þar sem það verður orðið of seint hvort sem er. Síðan getur hraun skorpan bara brotnað upp án viðvörunar og þá hleypur fljótandi hraun fram án nokkurar viðvörunnar og afleiðinganar af því mun valda alveg jafn miklum dauðsföllum.
Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 7-Ágúst-2021
Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu þann 7-Ágúst-2021 .
Síðustu vikur þá hefur ekki mikið verið hægt að skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þar sem lítið hefur breyst milli daga. Það breyttist í kvöld. Þar sem það virðist sem að eldgosið sé komið í nýjan fasa. Eldgosið er núna stöðugt, frekar en að gjósa í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma eins og hefur verið að gerast síðustu vikur. Ég veit ekki hvort að það á eftir að breytast en þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
Mest af hrauninu er að renna niður í Meradali þegar þessi grein er skrifuð. Eitthvað af hraun rennslinu á sér stað neðanjarðar og fer undir hraunið sem er í syðri-Meradölum sem eru fyrir ofan Nátthaga. Það sést á því að gas útstreymi hefur aukist mikið á þessu svæði og bendir það til þess að nýtt hraun sé farið að renna þarna undir. Hraunrennsli á yfirborði getur breyst án fyrirvara hvenær sem er.
Ferðamenn halda áfram að koma sér í mikla hættu með því að ganga út á hraunið. Ef það verður slys úti á hrauninu þá er ekki hægt að bjarga viðkomandi einstaklingi, þar sem það verður of seint hvort sem er.
Uppfærsla 7-Ágúst-2021 klukkan 13:52
Í dag (7-Ágúst-2021) klukkan 08:00 þá einfaldlega hætti eldgosið að gjósa eftir að hafa verið virkt í rúmlega tvo og hálfan dag. Afhverju þetta gerist er ennþá mjög óljóst. Eldgosið hætti mjög snögglega og féll óróinn mjög hratt í morgun. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 13:53 er eldgosið ennþá óvirkt.