Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.
Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.
Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.
Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021
Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.
Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021
Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.
Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.
Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.