Færri jarðskjálftar nærri Keili, ekkert eldgos í Fagradalsfjalli í nærri því mánuð

Jarðskjálftavirkni heldur áfram nærri Keili en er ennþá á dýpinu 5 til 6 km dýpi og það er ekki að sjá nein merki þess að kvikan sé á leiðinni upp á yfirborðið. Meira en 10.000 jarðskjálftar hafa mælst og 18 jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 eða stærri. Þetta er samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Græn stjarna við Keili sýnir jarðskjálftavirknina þar og örfáir jarðskjálftar eru þar einnig í kring. Þetta er á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu) hefur ekki verið virkt síðan 19-September-2021 og það eru engin merki þess að eldgosið sé að fara byrja aftur á næstunni. Global Volcanism Program vefsíðan uppfærir ekki lengur stöðuna á eldgosinu í sínu vikulega yfirliti. Jarðvísindamenn á Íslandi hafa hinsvegar ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið. Það ætti hinsvegar að reikna með því að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið í bili, þó að eldgosið geti hafist aftur á sama stað þarna eða byrjað á nýjum stað á þessu svæði án mikils fyrirvara eftir nokkrar vikur og jafnvel eftir nokkur ár.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina nærri Keili

Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Keili er sýnd með nokkrum grænum stjörnum sem raðast upp ofan á hverja aðra.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.

Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.

Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg suður af Keili sem er sýnd með rauðum punktum á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.

Það eldstöðvarkerfi sem er núna að gjósa er Krýsuvík-Trölladyngja.

Grein uppfærð þann 29-September-2021 klukkan 11:46. Rétt dagsetning um upphaf jarðskjálftahrinunar sett inn.

Óstaðfest virkni í nágrenni við Keilir í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.

Svarthvít mynd í áttina að Keili sýnir ljósan blett sem er svæði sem er heitara en umhverfi sitt á þessari hitamyndavél.
Það er eitthvað þarna á þessari hitamyndavél sem er vísað í áttina að Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Securitas og Mílu.
Svört mynd með tveim ljós punktum. Ljós punkturinn til vinstri er virkni í bíl eða álíka og því manngert. Ljósi punkturinn til hægri er kannski eldgosavirkni á nýjum stað en það er óstaðfest.
Tveir ljós punktar á vefmyndavél sem kallast Reykjanes. Vinstri punkturinn er manngerður en það er ekki víst með ljós punktinn til hægri hvort að það er eldgos á nýjum stað eða manngert ljós. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Mílu.

Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.

Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.

Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.

Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur af Keilir

Í nótt þann 4-Apríl-2021 klukkan 02:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 með dýpið 5,7 km í 1,5 km fjarlægð suð-vestur af Keili. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Staðsetning jarðskjálftans bendir til þess að hann hafi orðið í kvikuganginum eða mjög nærri kvikuganginum. Þetta er hluti af eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og síðan við Fagradalsfjall. Nokkrir punktar við Keili sem sýnir nýjustu jarðskjálftavirkni auk jarðskjálftavirkninnar við Geldingadalir þar sem eldgosið er núna
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og Geldingadalir. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem kvikugangurinn er þá virðast vera að myndast þar hópar af jarðskjálftum. Ég er að sjá tvær staðsetningar sem eru mjög áberandi, sú fyrsta er við eldgosið í Geldingadalir og sú seinni er ekki mjög langt frá fjallinu Keilir. Það hefur verið mín reynsla af eldgosum á síðustu árum að nauðsynlegt er að fylgjast með svona jarðskjálftavirkni þar sem svona jarðskjálftavirkni getur hugsanlega verið fyrirboði á nýja eldgosavirkni. Það er ekki hægt að vita með neinni vissu hvort að eldgos verði þarna. Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á GPS gögnum síðan eldgosið hófst í Geldingadalir. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.