Jarðskjálftavirkni heldur áfram nærri Keili en er ennþá á dýpinu 5 til 6 km dýpi og það er ekki að sjá nein merki þess að kvikan sé á leiðinni upp á yfirborðið. Meira en 10.000 jarðskjálftar hafa mælst og 18 jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 eða stærri. Þetta er samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu) hefur ekki verið virkt síðan 19-September-2021 og það eru engin merki þess að eldgosið sé að fara byrja aftur á næstunni. Global Volcanism Program vefsíðan uppfærir ekki lengur stöðuna á eldgosinu í sínu vikulega yfirliti. Jarðvísindamenn á Íslandi hafa hinsvegar ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið. Það ætti hinsvegar að reikna með því að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið í bili, þó að eldgosið geti hafist aftur á sama stað þarna eða byrjað á nýjum stað á þessu svæði án mikils fyrirvara eftir nokkrar vikur og jafnvel eftir nokkur ár.