Staðan við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023 klukkan 16:40

Þessi grein er stutt og upplýsingar hérna geta breyst og orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember klukkan 16:40.

Eldgosið hefur minnkað síðan það hófst klukkan 22:17 þann 18. Desember 2023. Þetta var viðbúið þar sem um er að ræða sillu sem er að gjósa úr en ekki stóru kvikuhólfi.

  • Eldgosið er núna bundið við þrjá til fjóra gíga. Stærsti gígurinn er það sem eldgosið hófst. Gígamyndun er ennþá í gangi.
  • Hraunið flæðir í áttina að Fagradalsfjalli og þar eru ekki neinir innviðir. Það eru bílastæði sunnan við Fagradalsfjall en þau eru ekki í hættu núna.
  • Vandamálið með þessa gerð af eldgosum er að þau geta stækkað aftur án nokkurar viðvörunnar ef að ný silla fer af stað og fer að flæða inn í núverandi kvikuganga þar sem gýs núna. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um. Það gæti einnig valdið því að eldgosið heldur áfram í mjög langan tíma. Ef það gerist, þá gæti það gerist að hraunið nái til svæða sem eru mjög langt í burtu.
  • Það tekur nokkra daga að koma í ljós, út frá GPS gögnum hvaða silla er að gjósa og hvað er að gerast í jarðskorpunni á svæðinu.
  • Það er hætta á því að veður verði til vandræða á þessu svæði á næstu dögum miðað við veðurspár.
  • Það er ekki mælt með því að fara um á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er erfitt yfirferðar og veðrið gerir það ekki betra. Það er miklu betra að horfa á eldgosið á vefmyndavélum.
  • Hraunið er stórt og það dregur inn kalt loft eftir því sem það hitar loftið í kringum sig. Það býr til sterkan staðbundin vind og það getur verið vandamál í snjónum sem er þarna fyrir hvern þann sem er nálægt eldgosinu.

Kvikuinnskotið er stærra en það svæði sem er að gjósa. Samkvæmt mælingum og fréttum. Þá er syðri endi kvikuinnskotsins sem myndaðist þann 18. Desember rétt um 1,5 km norður af Grindavík. Það gæti gosið á því svæði án viðvörunnar ef þrýstingur byrjar að byggjast upp þar að nýju. Það sama á við um norðari hluta kvikuinnskotsins. Ég veit ekki hversu langt kvikuinnskotið nær norður miðað við núverandi eldgos.

Ég mun skrifa grein um leið og ég veit eitthvað meira. Ég mun skrifa nýja grein fyrr ef eitthvað gerist.

Jarðskjálftahrina austur af Íslandi (45 km austur af Fonti)

Í dag (15. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 45 km austur af Fonti á Austurlandi. Þessi jarðskjálftahrina er úti í sjó og það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er í gangi. Á þessu svæði eru engar eldstöðvar og þetta svæði er út í sjó. Þetta svæði er einnig eitt af eldri svæðum á Íslandi.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en fjarlægð frá landi kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar mælist sem verða á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin á Íslandi er sýnd með ýmsum punktum sem eru rauðir til bláir. Austur af Íslandi eru rauðir punktar og appelsínugulir punktar sem sýnir jarðskjálftavirknina austur af Íslandi austan við svæðið Font.
Jarðskjálftavirknin austur af Fonti og á Íslandi öllu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Punktar sem sýna jarðskjálfta rúmlega 45 km austur af Fonti. Þessi mynd er fengin úr jarðskjálftavefsíðu Veðurstofunnar sem heitir Skjálfta Lísa.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á skjálftavefsjánni Skjálfta Lísa. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á sterkari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það er ekki mjög líklegt að sterkari jarðskjálftar finnist í byggð vegna fjarlægðar frá landi og það er mjög lítið um byggð á þessu svæði á austurlandi. Það mun aðeins jarðskjálfti finnast ef þarna verður mjög stór jarðskjálfti.

Staðan í jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall þann 2-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Síðasta nótt var ekki nótt sem margir í Reykjavík fengu svefnfrið. Klukkan 02:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 og fannst vel í Reykjavík. Rétt á undan varð jarðskjálfti með stærðina MW4,7. Rétt um miðnætti komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina milli Mw4,3 til Mw4,5 og fundust einnig í Reykjavík. Það hafa komið fram fleir en 10 000 jarðskjálftar síðan þessi atburðarrás hófst á Laugardaginn (30-Júlí-2022). Þessi jarðskjálftavirkni sem var í nótt átti sér stað við vestari hluta Kleifarvatns og er það ástæðan afhverju þessir jarðskjálftar finnast svona vel í Reykjavík. Minniháttar tjón var tilkynnt eftir jarðskjálftana um miðnætti. Það hafa ekki komið fram tilkynningar um annað tjón hingað ennþá.

Mikið af grænum stjörnum á Reykjanesskaga vegna mikillar jarðskjálftavirkni. Flestar grænu stjörnunar eru núna við Kleifarvatn en einnig við þar sem Bláa lónið er staðsett og við Grindavík
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir stóru jarðskjálftarnir sem fundust í nótt voru brotaskjálftar vegna kvikunnskotsins við Fagradalsfjall og þensluna sem er þar. GPS gögnin hafa einnig verið áhugaverða hluti. Við Gónhól er núna land að síga og það svæði virðist einnig vera að færast norður (?). Hægt er að sjá 24 tíma GPS gögn hérna og 8 tíma GPS gögn er hægt að finna hérna.

Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram þangað til að eldgos hefst. Það er hinsvegar ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Það má reikna með stórum jarðskjálftum næstu klukkutímana og næstu dagana.

Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Í dag (28-Maí-2022) klukkan 08:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 eða Mw4,7 (EMSC gögn má sjá hérna) í Bárðarbungu.

Græn stjarna með rauðum punktum í jaðri Vatnajökli sýnir staðsetningu jarðskjálftans í Bárðarbugnu. Það eru nokkrir rauðir punktar suður-austur af Bárðarbungu en þar eru djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út efti eldgosið árið 2014 til 2015. Það eldgos olli því að Bárðarbungu féll saman um 60 metra og þetta kvikuinnflæði er hægt og rólega að snúa því ferli við. Það mun hinsvegar taka marga áratugi og á meðan mun Bárðarbunga ekki gjósa.

Færri jarðskjálftar nærri Keili, ekkert eldgos í Fagradalsfjalli í nærri því mánuð

Jarðskjálftavirkni heldur áfram nærri Keili en er ennþá á dýpinu 5 til 6 km dýpi og það er ekki að sjá nein merki þess að kvikan sé á leiðinni upp á yfirborðið. Meira en 10.000 jarðskjálftar hafa mælst og 18 jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 eða stærri. Þetta er samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Græn stjarna við Keili sýnir jarðskjálftavirknina þar og örfáir jarðskjálftar eru þar einnig í kring. Þetta er á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu) hefur ekki verið virkt síðan 19-September-2021 og það eru engin merki þess að eldgosið sé að fara byrja aftur á næstunni. Global Volcanism Program vefsíðan uppfærir ekki lengur stöðuna á eldgosinu í sínu vikulega yfirliti. Jarðvísindamenn á Íslandi hafa hinsvegar ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið. Það ætti hinsvegar að reikna með því að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið í bili, þó að eldgosið geti hafist aftur á sama stað þarna eða byrjað á nýjum stað á þessu svæði án mikils fyrirvara eftir nokkrar vikur og jafnvel eftir nokkur ár.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 12-September-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 12-September-2021. Fagradalsfjalli er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Í gær (11-September-2021) um klukkan 05:00 fór órói á SIL stöðvum nærri Fagradalsfjalli að aukast og hélt áfram að aukast yfir daginn. Þetta er fyrsta virknin í eldgosinu eftir 8 daga hlé. Það tók kvikuna nokkra klukkutíma að ná toppi gígsins og sjást þar og í kringum klukkan 12:00 var farið að sjást í hraun í gígnum.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall (faf). Fjólublár táknar lægsta tíðnisviðið, grænn er miðtíðnisviðið og blár er hæsta tíðniðsviðið sem er mælt. Óróinn er kominn mjög nálægt því að ná stiginu 6000 (enginn kvarði er gefinn).
Óróinn á SIL stöðinin Fagradalsfjall klukkan 00:38 sem sýnir þróun eldgossins í dag (12-September-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að í gær og dag hafi nýir gígar opnast í hrauninu. Veðurstofan segir að þetta sé hraunflæði sem eigi sér stað í hrauninu og hafi brotið sér leið upp á þessum svæðum þar sem svona virkni kemur fram. Ég veit ekki ennþá hvort að það er rétt mat á stöðunni en það tekur nokkra daga að komast að því hvað er rétt í þessu. Það er hinsvegar mitt eigið mat á þessu að þarna séu nýir gígar að myndast og svo lengi sem hraunflæði er stöðugt, þá munu hlaðast upp gígar þarna.

Ef þetta eru gígar eins og mig grunar. Þá mun það breyta hraunflæðinu á svæðinu mjög mikið og mun sú breyting gerast mjög snögglega og auka hraunflæðið frá því sem það var. Hraun gæti einnig farið að flæða niður í Nátthaga og nálæg svæði mjög fljótlega.

Það er stór spurning hvort að eldgosið er hætt að gjósa og stoppa á milli eins og það var að gera yfir langan tíma núna. Ef að eldgosið hefur breyst í eldgos sem gýs 24 klukkutíma á dag. Þá mun það leyfa hrauninu að komast miklu lengri fjarlægð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (11-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina fannst ekki vegna þess hversu langt frá landi hún varð.

Nokkrar grænar stjörnur í vinstra horni myndarinnar sem sýnir jarðskjálfta yfir stærðinni þrír. Auk nokkura rauða punkta. Jarðskjálftanir eru mjög langt frá landi.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,4 samkvæmt EMSC. Hægt er að lesa til um þann jarðskjálfta hérna. Fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands kemur í veg fyrir að hægt er að vita hvenær þessi jarðskjálftavirkni hófst og hvenær henni lauk.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því virknitímabili sem er núna hafið á Reykjaneshrygg og mun vara í nokkrar aldir.

Staðan í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 16:17 þann 26-Febrúar-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík.

Klukkan 12:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 sem urðu í Fagradalsfjalli. Hrina jarðskjálfta með stærðina Mw3,0 stendur yfir á Reykjanesinu og er ennþá í gangi. Það er erfitt að skrifa góða grein um stöðuna þegar jarðskjálftavirknin er eins mikil og hún er núna. Aflögun á Reykjanesinu er mjög mikil samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi fundið sér leið upp á yfirborðið í þessum jarðskjálftum.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur frá suð-vestri til norð-austurs á Reykjanesskaga sem sýna staðsetningu jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 að stærð. Mikið um rauða punkta sem tákna nýja jarðskjálfta á Reykjanesinu sem fara ofan í appelsínugula og bláa punkta sem tákna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óvenju mikið af vetni hefur mælst í Svartsengi undanfarin sólarhring. Það er óljóst afhverju það stafar og frekari rannsóknir þarf til þess að sjá afhverju þetta stafar. Það hafa ekki komið fram tilkyningar um breytingar á öðrum gasi sem mælist frá eldstöðvum á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og mögulegt er.

Óvænt jökulflóð frá suðurhluta Langjökuls

Á Mánudaginn þann 17-Ágúst-2020 varð óvænt jökulflóð frá suðurhluta Langjökuls. Þetta jökulflóð virðist hafa verið óvænt og virðist hafa verið frekar stórt. Það er hugsanlegt að þetta tengist eldstöðinni Presthnjúkar en það er óljóst eins og stendur. Það hefur ekki verið nein virkni á þessu svæði ofar bakgrunnsvirkni undanfarna daga.

Uppfærsla 1

Þetta jökulflóð kom frá vestanverðum sunnanverðum Langjökli en ekki er hægt að segja til um hvaðan þetta jökulflóð kom vegna skýjahulu í gær (19-Ágúst-2020).

Uppfærsla 2

Samkvæmt frétt Rúv þá kom þetta flóð úr jökullóni sem var við jaðar Langjökuls. Samkvæmt fréttum þá gróf vatnið sig undir jaðar Langjökuls og komst þannig út og olli þessu flóði. Nánari útskýringar er að finna í frétt Rúv um þennan atburð.

Frétt Rúv

„Það hefur enginn séð neitt í líkingu við þetta“ (Rúv.is)

Frétt Skessuhorns um jökulflóðið

Stór spýja hljóp fram Hvítá og rennsli árinnar nær þrefaldaðist

Grein uppfærð klukkan 02:55 20-Ágúst-2020.

Jarðskjálfti í Grímsfjalli í gær (06. Mars 2020)

Í gær (06. Mars 2020) varð jarðskjálfti í Grímsfjalli með stærðina Mw3,1 en enginn annar jarðskjálfti kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn í Grímsfjalli (græn stjarna). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Maí 2011 þá eru ennþá nokkur ár í að það muni gjósa í Grímsfjalli aftur. Hvenær slíkt eldgos verður er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Styrkir

Ef fólk vill styrkja mína vinnu. Þá er hægt að gera það með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni til þess. Takk fyrir stuðninginn. 🙂