Í dag (28-Maí-2022) klukkan 08:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 eða Mw4,7 (EMSC gögn má sjá hérna) í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út efti eldgosið árið 2014 til 2015. Það eldgos olli því að Bárðarbungu féll saman um 60 metra og þetta kvikuinnflæði er hægt og rólega að snúa því ferli við. Það mun hinsvegar taka marga áratugi og á meðan mun Bárðarbunga ekki gjósa.