Sterkur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg þann 26-Maí-2022

Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.

Græn stjarna smá frá landi á korti Veðurstofunnar. Fullt af minni jarðskjálftum frá grænu stjörunni og upp Reykjanesrhygg sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.

Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.