Þessi grein er stutt og upplýsingar hérna geta breyst og orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember klukkan 16:40.
Eldgosið hefur minnkað síðan það hófst klukkan 22:17 þann 18. Desember 2023. Þetta var viðbúið þar sem um er að ræða sillu sem er að gjósa úr en ekki stóru kvikuhólfi.
- Eldgosið er núna bundið við þrjá til fjóra gíga. Stærsti gígurinn er það sem eldgosið hófst. Gígamyndun er ennþá í gangi.
- Hraunið flæðir í áttina að Fagradalsfjalli og þar eru ekki neinir innviðir. Það eru bílastæði sunnan við Fagradalsfjall en þau eru ekki í hættu núna.
- Vandamálið með þessa gerð af eldgosum er að þau geta stækkað aftur án nokkurar viðvörunnar ef að ný silla fer af stað og fer að flæða inn í núverandi kvikuganga þar sem gýs núna. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um. Það gæti einnig valdið því að eldgosið heldur áfram í mjög langan tíma. Ef það gerist, þá gæti það gerist að hraunið nái til svæða sem eru mjög langt í burtu.
- Það tekur nokkra daga að koma í ljós, út frá GPS gögnum hvaða silla er að gjósa og hvað er að gerast í jarðskorpunni á svæðinu.
- Það er hætta á því að veður verði til vandræða á þessu svæði á næstu dögum miðað við veðurspár.
- Það er ekki mælt með því að fara um á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er erfitt yfirferðar og veðrið gerir það ekki betra. Það er miklu betra að horfa á eldgosið á vefmyndavélum.
- Hraunið er stórt og það dregur inn kalt loft eftir því sem það hitar loftið í kringum sig. Það býr til sterkan staðbundin vind og það getur verið vandamál í snjónum sem er þarna fyrir hvern þann sem er nálægt eldgosinu.
Kvikuinnskotið er stærra en það svæði sem er að gjósa. Samkvæmt mælingum og fréttum. Þá er syðri endi kvikuinnskotsins sem myndaðist þann 18. Desember rétt um 1,5 km norður af Grindavík. Það gæti gosið á því svæði án viðvörunnar ef þrýstingur byrjar að byggjast upp þar að nýju. Það sama á við um norðari hluta kvikuinnskotsins. Ég veit ekki hversu langt kvikuinnskotið nær norður miðað við núverandi eldgos.
Ég mun skrifa grein um leið og ég veit eitthvað meira. Ég mun skrifa nýja grein fyrr ef eitthvað gerist.
Alveg ertu magnaður borgaralegur jarðvísindamaður Jón. Þá átt lof skilið fyrir þína vinnu við að upplýsa fólk um það sem Veðurstofan, RÚV, Bylgjan og fleiri stórir miðlar virðast ekki geta á eins einfaldann og skírann hátt eins og þú.
Þó svo að þessar upplýsingar þínar séu allar komnar fram annars staðar (þú ert í raun bara að gera copy/paste af örðum fréttasíðum) þá gerirðu það mjög vel. Og setur pistlana/greinarnar/fréttirnar þínar upp á þann hátt að meðalgreindur mannapi 🙂 eins og ég skil hvað er í gangi.
Takk fyrir upplýsingarnar.