Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 22:32.
Ég reyni að lesa allar þær upplýsingar sem ég get yfir daginn og lesa eins mikið af gögnum og hægt er. Þar sem ég hef ekki aðgang að öllum vísindagögnum sem er safnað. Þá verð ég að treysta á fréttir til að fá þær upplýsingar eins og hægt er, frá Veðurstofunni og öðrum aðilum eftir því sem hægt er. Þetta hefur alltaf verið svona og er ekkert óeðlilegt.
- Eldgosið er núna 2 til 4 gígar. Ég er ekki alveg viss hversu mörg svæði eru að gjósa núna þegar ég skrifa þessa grein.
- Kvikuinnskotið sem myndaðist þann 18. Desember virðist fara inn í kvikuinnskotið sem myndaðist þann 10. Nóvember. Það þýðir að hugsanlega hefur það kvikuinnskot endurvirkast við þann atburð. Það þýðir að hugsanlega getur farið að gjósa eftir öllum eða hluta 15 km kvikuganginum á handahófskenndum stöðum.
- Núverandi flæði virðist vera í kringum 50m3/sek þegar þessi grein er skrifuð. Ég hef verið að heyra tölur sem fóru eins hátt og 800m3/sek í upphafi eldgossins í gær (18. Desember) en þessi tala er fyrir mér óstaðfest. Kvikuflæðið lækkaði niður til 100 til 500m3/sek fljótlega eftir að eldgosið hófst.
- Samkvæmt GPS gögnum sem ég hef heyrt af í dag. Þá virðist sem að Svartsengi hafi lækkað um 50mm í dag. Ég vonast til þess að sjá þetta betur á morgun (20. Desember) þegar ný GPS gögn koma vonandi inn.
Það er mikil óvissa með þetta eldgos og hvað getur gerst næst í þessu. Þar sem það er mikið af kviku í eldstöðinni í Svartsengi sem hefur ekki ennþá gosið. Það er möguleiki á því að nýtt innflæði af kviku úr möttlinum sem gæti sett meira af stað. Innflæði kviku af miklu dýpi getur gerst án mikillar viðvörunnar eftir því sem þrýstingur minnkar í Svartsengi í sillunni þar (eða kvikuhólfi).
Ég mun setja inn næstu uppfærslu á morgun (20. Desember). Ef eitthvað gerist, þá mun næsta uppfærsla koma fyrr inn.